EN

Shostakovitsj & Prokofíev

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
13. nóv. 2025 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.990 - 10.100 kr.
Kaupa miða
  • Efnisskrá

    Samy Moussa Elysium
    Dmitríj Shostakovitsj Fiðlukonsert nr. 1
    Sergej Prokofíev Sinfónía nr. 6

  • Hljómsveitarstjóri

    Osmo Vänskä

  • Einleikari

    Liza Ferschtman

Tónleikakynning » 13. nóv. kl. 18:00

Heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Osmo Vänskä, tekur hér á móti hollenska fiðluleikaranum Lizu Ferschtman sem hefur á síðustu árum skapað sér afar farsælan feril sem einleikari með mörgum af fremstu hljómsveitum heims. Liza tekst á við fyrsta fiðlukonsert Dmitríj Shostakovitsj, margslungna og glæsilega tónsmíð sem er uppfull af áhrifamiklum átökum og spennu. Konsertinn var saminn 1947–48 í skugga ofsókna á hendur tónskáldinu og var ekki frumfluttur fyrr en nokkrum árum eftir dauða Stalíns. 

Sjötta sinfónía Sergejs Prokofiev var samin á sama tíma og fiðlukonsert Shostakovitsj og er af mörgum talin krúnudjásn hinna sjö sinfónía meistarans. Kraftmikið og dulúðugt verk sem tónskáldið sagði vera samið til minningar um fórnarlömb innrásarstríðs Þjóðverja. 

*Breyting hefur verið gerð á efnisskrá tónleikanna, í stað frumflutnings á Benthos eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur flytur hljómsveitin Elysium eftir Samy Moussa.