EN

Miðasöluskilmálar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Áskriftaskilmálar

  • Hægt er að færa miða á áskriftakortum á milli tónleika innan sama starfárs. Ekki er boðið upp á inneignir.
  • Aðeins er hægt að færa miða á milli tónleika ef meira en sólarhringur (24 tímar) er í tónleika, að öðrum kosti telst miðinn notaður.
  • Athugið að miðaverð getur verið ólíkt milli tónleika og verðsvæða. Mismunur er ekki endurgreiddur.
  • Skilmálar þessir gilda um kort á tónleikaraðir og Regnbogakort.


Miðasöluskilmálar

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað. Athugið eftirfarandi vel dagsetningu, tíma, sal og verðsvæði.

Kaupandi að miðum eða gjafakortum hefur 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu. Þetta á við um öll miðakaup, hvort sem um er að ræða kaup af vef Sinfóníunnar, Hörpu, Tix eða í miðasölu Hörpu. Athugið, þetta á ekki við um aðgöngumiða sem keyptir eru þegar minna en 14 dagar eru í viðburð. Óski viðskiptavinur eftir endurgreiðslu á miða eða gjafakorti innan 14 daga frá kaupum þarf að senda beiðni í tölvupósti á midasala@harpa.is með nafni, netfangi, símanúmeri og upplýsingum um miðakaup. Ef skilyrði til endurgreiðslu eru uppfyllt þá eru miðakaupin endurgreidd innan 14 daga, með sama greiðslumiðli og notaður var við upphaflegu kaupin.

Gjafakort Sinfóníuhljómsveit Íslands
Gjafakort Sinfóníuhljómsveit Íslands gildir á tónleika hljómsveitarinnar en ekki aðra viðburði í Hörpu. Kortið rennur ekki út.

Persónuvernd
Miðasala Hörpu meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög. Sjá nánar í Persónuverndarstefnu Hörpu.

Frekar upplýsingar
Miðasöluskilmálar (harpa.is)

Síðast uppfært í júní 2024.