Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Sæunn leikur Bow to String
Fimmtudaginn 21. febrúar hljómar Bow to String í fyrsta sinn á Íslandi í útsetningu fyrir selló og sinfóníuhljómsveit. Daníel Bjarnason samdi verkið fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur sem er einn fremsti sellisti Íslands. Upphaflega stóð til að Pekka Kuusisto léki fiðlukonsert Daníels á tónleikunum en hann þurfti að aflýsa komu sinni vegna handarmeins.
Tónleikarnir verða teknir upp í mynd og streymt beint hér á vef hljómsveitarinnar ásamt því að vera útvarpað á Rás 1.
Lesa meira
Liðsmaður óskast á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fulltrúa á skrifstofu í fullt starf.
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.
Lesa meira
3.000 nemendum frá 30 grunnskólum boðið á tónleika
Í vikunni tekur hljómsveitin á móti nemendum úr grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin leikur m.a. verk eftir Grieg, Beethoven, Dvořák og John Williams undir stjórn Tung-Chieh Chuang sem hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko-hljómsveitarstjórakeppni árið 2015. Kynnir á tónleikunum er Halldóra Geirharðsdóttir.
Lesa meira
Ferskir vindar í blásaradeildinni
Á síðustu árum hafa margir ungir hljóðfæraleikarar bæst í raðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands og borið með sér ferska vinda úr ýmsum áttum. Þeirra á meðal eru Bandaríkjamaðurinn Frank Hammarin, sem gekk til liðs við horndeildina haustið 2016, og Bryndís Þórsdóttir, sem hóf störf sem fagottleikari vorið 2017.
Í viðtalinu ræða þau helstu áskoranirnar við draumastarfið.
Lesa meira
Yrkja V - auglýst eftir umsóknum
Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í fimmta hluta YRKJU.
YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskálds hljómsveitarinnar.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2019.
Lesa meira
„Það var ótrúlegt ferðalag að skrifa Metacosmos“
Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir frá ævintýrinu sem skóp tónverkið Metacosmos. Hljómsveitin frumflytur verkið á Íslandi 31. janúar.
Tónskáldaspjall við Önnu í tilefni af frumflutningi verksins verður haldið í Hörpuhorni kl. 18:30 á tónleikadegi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira
Laus staða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Ráðið er í starfið til fjögurra ára frá og með 1. apríl 2019. Framkvæmdastjóri er talsmaður hljómsveitarinnar innanlands sem utan.
Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019. Nánar hér .
Lesa meira
Ríflega 2.000 ungmenni á framhaldsskólatónleikum
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð ríflega 2.000 framhaldsskólanemendum á tónleika í Eldborg í dag. Hljómsveitin lék sívinsæla svítu Leonards Bernstein úr West Side Story undir stjórn hinnar brasilísku Ligiu Amadio.
Lesa meira
Heimildarmynd um Japansferð Sinfóníunnar á RÚV
Á þriðjudagskvöldið kl. 20:05 sýnir RÚV heimildarþátt um tónleikaferð sveitarinnar í Japan haustið 2018. Hljómsveitin hélt tólf tónleika fyrir fullu húsi í ellefu borgum með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda hennar. Í myndinni er fylgst með sveitinni fyrstu daga ferðalagsins, á æfingum, tónleikum og óvæntum uppákomum á framandi slóðum. Þáttagerð önnuðust Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson.
Lesa meira
Laus staða fjármálafulltrúa
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir