EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

16. apríl 2021 : Vordagskrá komin í sölu

Við kynnum til leiks metnaðarfulla og fjölbreytta vordagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlistin spannar vítt svið, allt frá Mahler til Egners og því ættu tónlistarunnendur á öllum aldri að geta fundið eitthvað við hæfi.

Sætaframboð er takmarkað og því gott að tryggja sér miða í tíma. 20% afsláttur er veittur af miðaverði ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika eða fleiri í einu. Hlökkum til að sjá þig!

Lesa meira

21. apríl 2021 : Uppskerutónleikar Ung-Yrkju föstudaginn 23. apríl

Á uppskerutónleikum Ung-Yrkja föstudaginn 23. apríl næstkomandi frumflytur Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjú glæný tónverk eftir þau Hjalta Nordal, Ingibjörgu Elsu Turchi og Katrínu Helgu Ólafsdóttur (K.Óla). Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hljómsveitinni en mentor verkefnisins er Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld hljómsveitarinnar.

Lesa meira

20. apríl 2021 : Sinfónían lék fyrir gesti og heilbrigðisstarfólk í Laugardalshöll

Sinfóníuhljómsveit Íslands skipti sér upp í minni hópa í dag og lék í Laugardalshöllinni fyrir þau sem biðu eftir bólusetningu og í Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut fyrir þau sem mættur þar í skimun. Uppátækið vakti mikla gleði þeirra sem mættu í bólusetningu og skimun en ekki síður hjá heilbrigðisstarfsfólki sem þar vinnur sitt frábæra starf.

Lesa meira

17. apríl 2021 : Sinfónían valin flytjandi ársins á Íslensku tónlistar-verðlaununum

Sinfóníuhljómsveit Íslands var valin flytjandi ársins sem hópur á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar- og samtímatónlistar í kvöld. Hátíðin fór fram í Hörpu og var send út í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hjómsveitarinnar, tók á móti verðlaununum í Hörpu og fór yfir þetta viðburðaríka og óvenjulega ár. 

Lesa meira

16. apríl 2021 : Sinfónían og Þjóðleikhúsið unnu Lúðurinn

Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands unnu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin sem haldin voru í kvöld, í flokknum samfélagsmiðla fyrir myndbandið „Við hlökkum svo til".

Lesa meira
Home Delivery

24. mars 2021 : Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í sígildri- og samtímatónlist, sem flytjandi ársins og fyrir tónlistarviðburð ársins. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu laugardagskvöldið 17. apríl.

Lesa meira

24. mars 2021 : Tónleikum aflýst

Í ljósi hertra samkomutakmarkana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands þurft að aflýsa öllum fyrirhuguðum tónleikum hljómsveitarinnar til 15. apríl.

Miðahafar eiga áfram inneign hjá hljómsveitinni sem þeir geta nýtt síðar á aðra tónleika sveitarinnar en einnig er hægt að fá miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Lesa meira

22. mars 2021 : Tónleikar í apríl komnir í sölu

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hafið sölu á tónleikum í aprílmánuði. Boðið verður upp á sannkalla tónlistarveislu með glæsilegum fiðlukonsertum eftir Mendelssohn og Prokofíev, sinfóníum eftir Beethoven, Ives og Tsjajkovskíj, ásamt nýjum verkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Caroline Shaw og þrjú ung og efnileg íslensk tónskáld. Tónleikum hljómsveitarinnar verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 1 líkt og vanalega.

Lesa meira

18. mars 2021 : Við leitum að markaðsfulltrúa

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að markaðsfulltrúa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í 100% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2021.

Lesa meira

14. mars 2021 : Hjúpur Hörpu í Grammy-búning

Harpa var í sparifötunum á sunnudagskvöldið í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason voru tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna. Hljómsveitin býður til Grammy-veislu í Eldborg fimmtudaginn 18. mars þar sem hún flytur tvö verk af hinum tilnefnda diski, ásamt fiðlukonserti Daníels Bjarnasonar með Pekka Kuuisto í einleikshlutverkinu.

Lesa meira
Síða 1 af 10