EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

22. janúar 2020 : Skráning hafin í Ungsveitina

Skráning er hafin í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir haustið 2020. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni verður önnur sinfónía Sibeliusar undir stjórn Eivinds Aadland. Eivind hefur átt farsælt samstarf með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ungsveitinni og náð þar framúrskarandi árangri.

 

Lesa meira

18. janúar 2020 : Ashkenazy dregur sig í hlé

Vladimir Ashkenazy, heiðursheiðursstjórnandi hljómsveitarinnar, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá öllu tónleikahaldi. Þetta tilkynnti umboðsmaður hans, Jasper Parrott, sl. föstudag. Ashkenazy, sem er 82 ára, hefur verið meðal fremstu tónlistarmanna heims í meira en hálfa öld. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann hlaut önnur verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá árið 1955. Allar götur síðan hefur hann ferðast heimshorna á milli ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og haldið tónleika ásamt fremsta tónlistarfólki heims.

Lesa meira

14. janúar 2020 : Gubaidulina: ,,Öll tónlist ber með sér andlegt inntak“

Tónlist Sofiu Gubaidulinu verður áberandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands á vormisserum 2020 þar sem þrjú lykilverk hennar munu hljóma á tónleikum, tvö þeirra í fyrsta sinn á Íslandi. Gubaidulina veitir nær aldrei viðtöl en af þessu tilefni féllst hún á að svara nokkrum spurningum frá Íslandi.

Lesa meira

14. janúar 2020 : Concurrence hlýtur frábæra dóma heimspressunnar

Nýjasta plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Concurrence, hefur fengið frábæra dóma og var valin á árslista m.a. hjá The New York Times, NPR og Second Inversion sem ein af bestu útgáfum ársins. „Eyríkið Ísland er, þrátt fyrir smæð sína, risi á sviði klassískrar tónlistar,“ sagði tónlistargagnrýnandi NPR meðal annars um plötuna.

Lesa meira

30. desember 2019 : Viðburðaríkt ár að baki og afmælisár framundan

Árið 2019 var viðburðaríkt hjá hljómsveitinni og er margs að minnast þegar litið er yfir tónlistarárið. Hljómsveitin hélt samtals 134 tónleika og viðburði á árinu og lék fyrir samtals 88 þúsund tónleikagesti, þar af 18.000 nemendur á skólatónleikum hljómsveitarinnar.

Lesa meira

13. desember 2019 : Hópferð á tónleika Sinfóníunnar í Edinborg 16. febrúar

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Edinborgar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Usher Hall 16. febrúar. Tryggðu þér besta verðið og skráðu þig í ferðina fyrir 1. janúar.

Lesa meira

12. desember 2019 : Fegurðin er útgangspunktur trúðsins

Kynnir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 14. og 15. desember er trúðurinn Barbara sem er leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Trúðurinn hefur notið mikilla vinsælda á tónleikum hljómsveitarinnar í áraraðir og í viðtali við Halldóru segist hún frá tilurð og hlutverki trúðsins.

Lesa meira

11. desember 2019 : Hvar er húfan mín? Aukatónleikar 25. apríl kl. 12

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukatónleikum á fjölskyldutónleikana Hvar er húfan mín? Sögurnar og söngvarnir úr ævintýrum Thorbjörns Egners hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil.

Gjafabréf á þessa vinsælu tónleika fást einnig í miðasölu Hörpu.

Lesa meira

30. nóvember 2019 : Laus staða verkefnastjóra sviðs- og tæknimála

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra sviðs- og tæknimála til starfa í öflugu starfsliði hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2019.

Lesa meira

20. nóvember 2019 : Komin heim eftir velheppnaða tónleikaferð

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velheppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis með Daníel Bjarnasyni, Víkingi Heiðari Ólafssyni og Radovan Vlatković. Hljómsveitin lék fyrir tæplega 10.000 tónleikagesti á fimm tónleikum í þremur borgum.

Lesa meira
Síða 1 af 10