Fréttasafn
Fréttasafn
Fyrirsagnalisti
Styttist í komu Yo-Yo Ma og Kathryn Stott
Í október mun bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott. Yo-Yo Ma er einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og er koma hans því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi.
Lesa meiraÁstarsaga úr fjöllunum á skólatónleikum og í beinu streymi
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum á ferna skólatónleika í Eldborg á þriðjudag og miðvikudag þar sem flutt verður Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í framhaldi heldur hjómsveitin í tónleikaferð með tröllunum til Reykjanesbæjar og heldur þar þrenna skólatónleika í Hljómahöllinni.
Lesa meiraWagner er alls staðar
Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón stendur á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mörgum af virtustu óperuhúsum heims. Hann er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu og blæs sem slíkur til glæsilegrar Wagner veislu og óperugalatónleika.
Lesa meiraStolt að geta fagnað 75 ára kraftaverki
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður 75 ára vorið 2025 og fagnar tímamótunum með viðamiklum afmælistónleikum í mars. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Eva Ollikainen, segir þó afmælisfögnuðinn eins og rauðan þráð gegnum allt starfsárið, enda tónleikadagskráin óvenju glæsileg.
Lesa meira
Staða hornleikara
Umsóknarfrestur til 27. september 2024.
Hæfnispróf fer fram 5. nóvember 2024 í Hörpu.
Staða framkvæmdastjóra SÍ auglýst laus til umsóknar
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu á sviði stjórnunar, framúrskarandi samskiptahæfileikum og áhuga á sviði tónlistar.
Lesa meira
Lára Sóley ráðin listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Stjórn Listahátíðar í Reykjavík hefur ákveðið að ráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu listræns stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík frá komandi hausti til fjögurra ára.
Lesa meiraSkrifstofa SÍ lokuð í júlí
Skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Miðasalan er opin í Hörpu alla daga kl. 10-18, en einnig má hafa samband á sama tíma í síma 528-5050 eða með tölvupósti á midasala@harpa.is.
Lesa meiraÓlafur Kjartan staðarlistamaður Sinfóníunnar 2024/25
Ólafur Kjartan Sigurðarson er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024/25 og mun koma fram á þrennum tónleikum með hljómsveitinni á starfsárinu. Hann stendur nú á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mögum af virtustu óperuhúsum heims.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir