EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

14. september 2017 : LA/Reykjavík | 3. - 12. október

Sinfóníuhljómsveit Íslands blæs til tveggja vikna hátíðar þar sem tónlist frá Los Angeles skipar veglegan sess. 

Leila Josefowicz leikur John Adams, Hamrahlíðakórarnir syngja Sálmasinfóníu Stravinskíjs, Calder-strengjakvartettinn heldur kammertónleika og Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur kvikmyndatónlist frá Hollywood. Kynntu þér dagskrána!

Tónleikapassi á alla tónleikana veitir 20% afslátt af miðaverði.

Lesa meira

6. september 2017 : Nýju starfsári ýtt úr vör

Sinfóníuhljómsveit Íslands ýtir nú nýju starfsári úr vör. Aðdragandi hvers starfsárs er langur; hljómsveitarstjórar og einleikarar eru bókaðir langt fram í tímann og fara á milli sinfóníuhljómsveita sem mynda flókið samstarfsnet um heim allan. Sinfóníuhljómsveit Íslands er hluti af þessu alþjóðlega samstarfsneti. Sinfóníuhljómsveitin hefur frá upphafi verið gluggi út í heim. Lesa meira

6. september 2017 : Arna Kristín Einarsdóttir endurráðin framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. 

Lesa meira

3. september 2017 : Óperan Brothers á Listahátíð 2018

Óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason verður sett á svið í Eldborg á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Óperan var frumsýnd 16. ágúst síðastliðinn í Musikhuset í Árósum og fékk frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda.

Íslenska óperan setur sýninguna upp í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lesa meira

1. september 2017 : Klassíkin okkar í beinni sjónvarpsútsendingu 

Úrvalslið íslenskra söngvara flytur eftirlætis óperuaríur landsmanna í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV 1. september kl. 20:00.

Lesa meira

31. ágúst 2017 : Ungir einleikarar - opið fyrir umsóknir

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Umsóknarfrestur um þátttöku rennur út 6. október.

Lesa meira

24. ágúst 2017 : Nýr fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason

Nýr fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason, staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var frumfluttur af Fílharmóníusveit Los Angeles síðastliðinn þriðjudag af fiðluleikaranum Pekka Kuusisto undir stjórn Gustavo Dudamel. 

Fiðlukonsertinn, sem var pantaður af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveit Los Angeles, verður frumfluttur á Íslandi á næsta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels.

Lesa meira

23. ágúst 2017 : Sinfónían á ferð og flugi

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið á ferð og flug þessa viku og heimsótti nemendur Háskólann í Reykjavík, Álverið í Straumsvík og Smáralind þar sem hljómsveitin lék fyrir gesti og gangandi.

Lesa meira

20. ágúst 2017 : Klassíkin okkar - heimur óperunnar: Úrslit netkosningar

Sinfóníuhljómsveit Íslands, 10 einsöngvarar og 3 kórar flytja eftirlætis óperutónverk þjóðarinnar á tónleikum í Eldborg 1. september. Hlutskarpasta arían var Habanera úr Carmen, sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mun flytja. 

Lesa meira

18. ágúst 2017 : Tvær lausar stöður

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir stöðu almenns fiðluleikara og kontrabassaleikara lausar til umsóknar frá og með næsta starfsári. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2017.

Lesa meira
Síða 1 af 10