EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

3. október 2022 : Hljómsveitarstjóraakademía Sinfóníunnar 2022-2023

Auglýst er eftir þátttakendum í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2022-2023. Í Hljómsveitarstjóraakademíunni fá ungir og efnilegir stjórnendur leiðsögn í hljómsveitarstjórnun frá Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. 

Lesa meira

Lesa meira

27. september 2022 : Norræn ráðstefna sinfóníuhljómsveita


Dagana 28.-30. september verður haldin í Hörpu árleg ráðstefna framkvæmdastjóra og helstu stjórnenda sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum. Sinfóníuhljómsveit Íslands er gestgjafi að þessu sinni en ráðstefnan er nú haldin í fertugasta og fimmta skipti.

Lesa meira

Lesa meira

22. september 2022 : Skrifstofa SÍ lokuð frá kl. 13:00

 

Skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar Íslands er lokuð í dag, 22. september frá kl. 13 vegna útfarar Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, pínaóleikara.  

Lesa meira

9. september 2022 : Laufey og Sinfó - Aukatónleikar

Vegna mikillar eftirspurnar kemur Laufey fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á aukatónleikum í Eldborg 26. október. Þar flytur hún tónlist sína ásamt þekktum jazzperlum í hljómsveitarútsetningum. Miðasala á sinfonia.is og í miðasöðu Hörpu. 

Lesa meira

6. september 2022 : Breiddin skiptir máli

Það hefur verið nóg að gera hjá sellóleikaranum Sæunni Þorsteinsdóttur að undanförnu. Hún er margverðlaunuð og afar eftirsóttur einleikari um heim allan. Stórblaðið The New York Times hefur til að mynda kallað leik hennar „afar grípandi“. Þannig er hún fastagestur í Carnegie Hall í New York og hefur meðal annars komið fram með Fílharmóníusveitinni í Los Angeles. 

Lesa meira

6. september 2022 : Tónlist er til þess fallin að sameina fólk

Daniil Trifonov er heimsþekkur píanisti og einn eftirsóttasti einleikari veraldar. Hann kemur nú fram á Íslandi, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og á einleikstónleikum í Eldborg. 

Lesa meira

30. ágúst 2022 : Skráning á skólatónleika hafin

 

Á hverju starfsári heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmarga skólatónleika þar sem nemendum, allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólanema, er boðið fjölbreytta tónleika. Skólatónleikar hljómsveitarinnar hafa vakið verðskuldaða eftirtekt þar sem tónverk hverra tónleika eru sniðin að ákveðnum aldurshópi. 

 

 Lesa meira

Lesa meira

26. ágúst 2022 : Innblásturinn er alltaf tónlistin sjálf

Anna Þorvaldsdóttir hefur verið staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2018. Hún er áhrifavaldur á sviði samtímatónsmíða og verk hennar eru flutt af fremstu hljómsveitum og tónlistarfólki heims. Nægir þar að nefna fílharmóníusveitirnar í Berlín, Los Angeles og New York. Verk Önnu verða ofarlega á baugi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu, í Hörpu sem og á tónleikaferð hljómsveitarinnar til Bretlands.

Lesa meira

25. ágúst 2022 : Eins og ferskur andblær

Fyrstu tvö ár Evu Ollikainen í hlutverki aðalhljómsveitarstjóra hafa verið óvenjuleg – af ástæðum sem flestum eru kunnar. „Ég hlakka óskaplega til að eiga heilt starfsár með hljómsveitinni og geta raunverulega fylgt eftir þeirri dagskrá sem ákveðin hefur verið, því hún er óvenjulega spennandi,“

Lesa meira

23. ágúst 2022 : Kátt á hjalla á skólatónleikunum Undur jarðar með Stjörnu-Sævari

 

Þrennir skólatónleikar fóru fram í dag og í gær þar sem tónleikagestir fengu að kynnast töfrum jarðar og alheimsins. Ríflega 2000 börn frá leikskólum landsins heimsóttu okkur í Eldborg og héldu af stað í magnað ferðalag undir leiðsögn Sævars Helga Bragasonar.

Lesa meira
Síða 1 af 20