EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

24. maí 2023 : Lára Sóley Jóhannsdóttir endurráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lára Sóley hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. 

Lesa meira

16. maí 2023 : Ross Jamie Collins nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn í stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24.

Lesa meira

10. maí 2023 : Pétur og úlfurinn og Tobbi túba á skólatónleikum í vikunni

Í vikunni tók Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti 3.300 börnum úr 107 skólum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin lék ferna skólatónleika í Eldborg og flutti hin sívinsælu tónlistarævintýri um Pétur og úlfinn og Tobba túbu undir stjórn Nathanaël Iselin. 

Lesa meira

9. maí 2023 : Útför Páls Pampichler Pálssonar

Páll Pampichler Páls­son hljóm­sveit­ar­stjóri og tón­skáld lést 10. febrúar sl. í fæðingarborg sinni Graz í Austurríki á 95. ald­ursári. Útför Páls fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 9. maí kl 13:00.

Lesa meira

3. maí 2023 : Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut frábærar viðtökur í tónleikaferð sinni um Bretland

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir frábæra tónleikaferð um Bretland. Hljómsveitin hélt alls sjö tónleika í jafnmörgum borgum í ferðinni og voru tónleikasalirnir með þeim helstu í Bretlandi. 

Lesa meira

24. mars 2023 : Staða píanóleikara laus til umsóknar

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu píanóleikara með skyldu á selestu og hljómborð.

Hæfnispróf fer fram 30. maí 2023 í Hörpu. 

Lesa meira

22. mars 2023 : Íslensku tónlistarverðlaunin

Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í kvöld en margir samverkamenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru tilnefndir í ár.

Lesa meira

14. mars 2023 : Syngjandi hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan snýr aftur

Barbara Hannigan er væntanleg til Íslands á ný og heldur tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í Reykjavík 15. júní og í Hofi á Akureyri 16. júní.

Á efnisskrá tónleikanna verða þrjú hrífandi tónverk þar sem ljóðræna og leikgleði Barböru Hannigan fá að njóta sín jafnt í söng og hljómsveitarstjórn.

 

Lesa meira

6. mars 2023 : Staða leiðara í básúnudeild

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í básúnudeild.

Hæfnispróf fer fram 10. maí 2023 í Hörpu.

Lesa meira

3. mars 2023 : Laufey og Sinfó á Spotify

 

Komin er út ný plata með Laufeyju og Sinfóníuhljómsveit Íslands á Spotify. Platan ber heitið A Night At The Symphony og á henni eru 14 lög sem tekin voru upp á tónleikunum með hljómsveitinni í lok október undir stjórn Hough Brunt.

Lesa meira
Síða 1 af 20