EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

5. júní 2024 : Hinn heimsþekkti Yo-Yo Ma spilar með Sinfóníunni og á dúótónleikum með píanistanum Kathryn Stott

Í október mun bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott. Yo-Yo Ma er einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og er koma hans því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi.

Lesa meira

14. júní 2024 : Ólafur Kjartan staðarlistamaður Sinfóníunnar 2024/25

Ólafur Kjartan Sigurðarson er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024/25 og mun koma fram á þrennum tónleikum með hljómsveitinni á starfsárinu. Hann stendur nú á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mögum af virtustu óperuhúsum heims.

Lesa meira

10. júní 2024 : Endurnýjun og sala nýrra áskriftakorta hefst 13. júní

Endurnýjun og sala nýrra áskrifta- og Regnbogakorta fyrir starfsárið 2024/25 hefst fimmtudaginn 13. júní hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.

 

Lesa meira

7. júní 2024 : Tryggvi M. Baldvinsson ráðinn í starf listræns ráðgjafa

Tryggvi M. Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf listræns ráðgjafa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lesa meira

4. júní 2024 : Þrjár tilnefningar til OPUS KLASSIK

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri og Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóta þrjár tilnefningar til hinna virtu þýsku OPUS KLASSIK verðlauna fyrir diskinn A Prayer to the Dynamo sem geymir verk Jóhanns Jóhannssonar. Diskurinn kom út hjá Deutsche Grammophon síðasta haust.

Lesa meira

15. maí 2024 : Barbara Hannigan ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár. 

Lesa meira

26. apríl 2024 : Baggalútur og Sinfó á sumartónleikum í Eldborg


Miðasala er í fullum gangi á tónleika Baggalúts og Sinfó 13. og 15. júní í Eldborg. Leikin verða fjölmörg gríðarlega vinsæl, fjörug, hugljúf og ástsæl lög Baggalúts, listilega útsett fyrir hljómsveitina af vandvirku fagfólki – þar sem listrænir núansar og blæbrigði í melódíum og textum fá notið sín til fulls. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. 

Lesa meira

26. apríl 2024 : Listrænn ráðgjafi

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs. 

Lesa meira

24. apríl 2024 : Eva Ollikainen lýkur samningstíma sínum sem aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi í lok starfsársins 2025/26

Eva Ollikainen, sem tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2020, mun ekki framlengja samningi sínum þegar hann rennur út í lok starfsársins 2025/26.

Lesa meira

25. mars 2024 : „Sinfónían í blóma“ hlýtur gullverðlaun FÍT

Kynningarefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands „Sinfónían í blóma“ vann til gullverðlauna á FÍT-keppninni síðastliðna helgi í flokknum Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir. Félag íslenskra teiknara stendur fyrir verðlaunahátíðinni á hverju ári þar sem keppt er um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi.

Lesa meira

Lesa meira
Síða 1 af 20