EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

10. júní 2018 : Tryggðu þér áskrift að snilld

Nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið kynnt til leiks. Dagskráin á næsta starfsári verður fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendra listamanna. Kynningarbæklingur hefur verið borinn í hús til áskrifenda og endurnýjun er hafin hér á sinfonia.is. 

ÁSKRIFTARAÐIR Regnbogakort  ENDURNÝJA

 

Lesa meira

9. júní 2018 : Laus staða leiðara í trompetdeild

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa stöðu leiðara í trompetdeild. Hæfnispróf verður haldið 25. -26. september 2018 í Hörpu, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2018. Nánar má lesa um stöðuna hér.

Lesa meira

22. maí 2018 : Klassíkin okkar - kjóstu þitt verk

Í þriðja sinn taka Sinfóníuhljómsveitin og RÚV höndum saman og gefa landsmönnum kost á að ráða efniskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands er áherslan á íslenska tónlist.

Á meðan á kosningunni stendur verður Rás 1 með þætti á föstudögum kl. 14:03 í umsjón Guðna Tómassonar þar sem tónlistin er kynnt.

Kjóstu þitt uppáhalds verk

Lesa meira

16. maí 2018 : Bjarni Frímann ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri SÍ

Bjarni Frímann Bjarnason hefur verið ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri SÍ til tveggja ára, frá og með næsta starfsári. Sem aðstoðarhljómsveitarstjóri mun Bjarni Frímann gegna veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni. 

Í þessari viku stjórnar Bjarni Frímann hljómsveitinni í verkinu Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu 16., 17. og 18. maí næstkomandi.

Lesa meira

9. maí 2018 : Tónskáldastofa Yrkju fer af stað

Tónskáldin Haukur Þór Harðarson og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir voru valin til þátttöku í Yrkju IV. Þau munu starfa með hljómsveitinni á næstu misserumn undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 

Verk þeirra verða síðan frumflutt á sérstökum uppskerutónleikum föstudaginn 1. febrúar í Norðurljósum.

Lesa meira

4. maí 2018 : Sex lausar stöður hjá hljómsveitinni

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar sex stöður: Tímabundna stöðu uppfærslumanns í 2. fiðlu, stöðu uppfærslumanns í víóludeild, stöðu víóluleikara, stöðu leiðara í kontrabassadeild, stöðu uppfærslumanns í sellódeild og stöðu sellóleikara. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2018.

Lesa meira

18. apríl 2018 : Ashkenazy sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar menningar og tónlistarlífs við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 19. apríl.

Í nóvember mun hljómsveitin halda í þriggja vikna tónleikaferð til Japans undir stjórn Ashkenazys þar sem markmiðið er að kynna land og þjóð og halda upp á farsælt og áralangt samstarfhljómsveitarinnar og Ashkenazy.

Lesa meira

12. apríl 2018 : Þrjú þúsund nemendur á skólatónleikum í vikunni

Í þessari viku tók Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti tæplega 3.000 ungmennum úr 7 framhaldsskólum af höfuðborgarsvæðinu.

Á tónleikunum hljómaði sívinsæl kvikmyndatónlist eftir John Williams auk þess sem hljómsveitin minnist kvikmynda-tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, sem lést í febrúar á þessu ári, og lék tvö verk úr kvikmyndinni Theory of Everything.

Lesa meira

12. apríl 2018 : Yrkja IV - tónskáldastofa

Tvö tónskáld voru valin til að skrifa verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það eru Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Haukur Þór Harðarson sem þegar hafði verið valin til þátttöku. Þau vinna undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Lesa meira

6. apríl 2018 : Aukatónleikar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands seldust upp á einungis 12 mínútum þegar þeir fóru í sölu í vikunni og komust því færri að en vildu. Vegna gríðarlegra vinsælda og fjölda áskorana hefur því verið ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 23. ágúst kl. 20:00.

Miðasala á aukatónleikana hefst hér á vef hljómsveitarinnar mánudaginn 9. apríl kl. 12:00.

Lesa meira
Síða 1 af 10