EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

7. september 2018 : Tónleikaferð til Japans

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Japans í nóvember með píanistanum Nobuyuki Tsujii og Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Rakhmanínov, Chopin og Sibelius.

Hljómsveitin hitar upp fyrir tónleikaferðina með Nobu og Ashkenazy í Eldborg fimmtudaginn 25. október kl. 19:30.

Lesa meira

17. október 2018 : Með skeiðklukkuna á tröllunum

„Tónlistin var svo sjálfsögð. Hún var alltaf til staðar heima hjá mér,“ segir Lovísa Fjeldsted, sellóleikari, sem starfað hefur við Sinfóníuhljómsveit Íslands í nær 30 ár, en hún er dóttir Jórunnar Viðar tónskálds. Í tilefni af aldarafmæli Jórunnar, sem fæddist 7. desember 1918, verður myndin sýnd í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands við lifandi hljóðfæraleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg þann 11. desember 2018.

Lesa meira

16. október 2018 : Sinfóníuhljómsveit Íslands kallar eftir íslenskum tónverkum

Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við RÚV efnir til demó-hljóðritana á íslenskri tónlist í Hörpu í júní 2019. Kallað er eftir íslenskum hljómsveitarverkum sem ekki hafa verið flutt opinberlega áður. Tekin verða upp demó sem geta gagnast tónskáldum til að fá verkið flutt opinberlega síðar meir Um er að ræða þrjár æfingar hljómsveitarinnar, alls 9 klukkustundir. Hljómsveitarstjóri verður Bjarni Frímann Bjarnason. Nánari upplýsingar um þátttökuskilyrði má nálgast í fréttinni.

Lesa meira

15. október 2018 : Viðtal við Nobuyuki Tsujii

Nobuyuki Tsujii leikur píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Vladimir Ashkenazy fimmtudaginn 25. október. Í nóvember heldur hljómsveitin í tónleikaferð til Japans ásamt Nobu og Ashkenazy með konsertinn í farteskinu. 

Tónleikarnir verða í beinu streymi hér a vef hljómsveitarinnar sinfonia.is.

Lesa meira

15. október 2018 : Laus staða fjármálafulltrúa

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa.
Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2018.

Lesa meira

8. október 2018 : Beint streymi frá tónleikum

Á tónleikunum leikur fiðlustjarnan Sayaka Shoji konsert Tsjajkovskíjs, einn dáðasti fiðlukonsert allra tíma. Einnig hljómar forleikurinn að Candide eftir Leonard Bernstein og enda tónleikarnir á hinni mögnuðu tíundu sinfóníu Shostakovitsj sem er eitt hans vinsælasta verk. Hljómsveitarstjóri er Klaus Mäkelä.

Útsendingunni er lokið. Næst verður streymt frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Ashkenazy og Nobu fimmtudaginn 25. október.

Lesa meira

2. október 2018 : Leikskóla og grunnskólatónleikar í vikunni

Í þessari viku komu 4.000 nemendur úr leikskólum og 1. og 2. bekk grunnskóla í heimsókn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á tónleikunum hljómaði tónlistarævintýrið Drekinn innra með mér eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur.

Skólatónleikarnir eru líður í öflugu og metnaðarfullu fræðslustarfi hljómsveitarinnar en á hverju ári býður hún rúmlega 15.000 nemendum á skólatónleika í Hörpu.

Lesa meira

19. september 2018 : Ungsveitin tekin tali

Þrátt fyrir ungan aldur hafa Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, konsertmeistari Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Árni Daníel Árnason, fyrsti trompetleikari hennar tekið þátt í starfi sveitarinnar í nokkur ár. „Þetta er mikill skóli,“ segir Árni, „að fá að vera í þessu húsi, og spila á sama sviði og Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ bætir Árni við.

Sunnudaginn 23. september kl. 17 leikur Ungsveitin fimmtu sinfóníu Shostakovitsj í Eldborg.

Lesa meira

4. september 2018 : Ein hljómsveit – tvennir tímar

„Eftirvænting“ er fyrsta orðið sem kemur Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í hug þegar hún er spurð út í veturinn framundan. „Þetta er svo magnað, þegar við ýtum nýju starfsári úr vör – þessi til tilfinning kemur í hvert einasta skipti,“ segir Arna Kristín. „Spennan og eftirvæntingin yfir því sem framundan er, öllum þessum frábæru tónleikum og spennandi listamönnum“.

Lesa meira

1. september 2018 : Opinn fyrirlestur með Árna Heimi: „Klassísk tónlist 101“

Mánudagskvöldið 3. september kl. 20 stendur Vinafélag hljómsveitarinnar fyrir erindi í Kaldalóni með Árna Heimi Ingólfssyni. Stiklað verður á stóru um sögu klassískrar tónlistar og sinfóníuformið. Að fyrirlestrinum loknum verður Árni Heimir til ráðgjafar um val á tónleikum fyrir Regnbogaáskrift. 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Lesa meira
Síða 1 af 10