EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

26. febrúar 2024 : Sinfóníuhljómsveit Íslands fer í skólaheimsókir í vikunni


Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður undir sig betri fætinum og heimsækir nokkra grunnskóla í Reykjavík í vikunni. Hjómsveitin mun halda sex skólatónleika í Seljaskóla, Breiðholtsskóla, Rimaskóla og Klettaskóla.

Lesa meira

23. febrúar 2024 : Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stykkishólm og Borgarnes í mars

Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur í Stykkishólm og heldur glæsilega tónleika í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19.30. Dagskrá tónleikanna skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi.

Lesa meira

20. febrúar 2024 : Aukatónleikar með Baggalút og Sinfó laugardaginn 15. júní – miðasalan hafin


Vegna fjölda eftirspurna hefur aukatónleikum verið bætt við á stórtónleika Baggalúts og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg laugardagskvöldið 15. júní kl. 20.

Miðasala er hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu. 

Lesa meira

20. febrúar 2024 : Mikilvægt samtal við hljómsveitina

Vera Panitch er 2. konsertmeistari Sinfóníuhljóm sveitar Íslands en bregður sér í hlutverk einleikarans 22. febrúar næstkomandi og leikur hinn magnþrungna fiðlukonsert danska tónskáldsins Carls Nielsen. Hún segir verkið bæði hrífandi og ögrandi.

Lesa meira

16. febrúar 2024 : Tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu.

Hæfnispróf fer fram 30. maí 2024 í Hörpu.

 

Lesa meira

9. febrúar 2024 : Staða leiðara í slagverksdeild

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í slagverksdeild.

Hæfnispróf fer fram 28. maí 2024 í Hörpu. 

Lesa meira

26. janúar 2024 : Baggalútur og Sinfó sameinast þann 13. júní á stórtónleikum í Hörpu

Tvær ástsælustu hljómsveitir landsins, gleði- og aðventusveitirnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og Baggalútur, sameina krafta sína á stórtónleikum í Eldborg í júní. 

Tryggið ykkur sæti í tíma – Miðasala hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.

Lesa meira

19. janúar 2024 : Ungsveitarnámskeið SÍ 2024

Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 verða haldin í Hörpu 18., 19. og 20. mars næstkomandi. 

Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni er Sinfónía nr. 9 frá Nýja heiminum eftir Dvorák og Fanfare for the Common Man eftir Copland undir stjórn Nathanaël Iselin.

 Hér má nálgast nánari upplýsingar fyrir umsækjendur.

 

Lesa meira

16. janúar 2024 : Sigurvegarar Ungra einleikara 2024

Seinni umferð keppninnar Ungir einleikarar fór fram föstudaginn 5.janúar í Kaldalóni í Hörpu. Ungir einleikarar er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni.

 

Lesa meira

30. desember 2023 : Annáll 2023

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir um 90.000 gesti hér heima og erlendis á 92 fjölbreyttum og litríkum tónleikum á árinu sem er að líða.

Hápunktur ársins var tónleikaferð hljómsveitarinnar til Bretlands í apríl þar sem haldnir voru sjö tónleikar undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Einleikari í ferðinni var Stephen Hough sem er jafnan talinn í hópi virtustu og fjölhæfustu píanóleikara samtímans. 

Lesa meira
Síða 1 af 20