EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

21. júní 2021 : Laus staða leiðara í flautudeild

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í flautudeild hljómsveitarinnar frá og með haustinu 2021. Umsóknarfrestur er til 12. júlí og verður hæfnispróf haldið 8. september 2021 í Hörpu.

Lesa meira

7. júní 2021 : Laus staða mannauðsstjóra

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að skipulögðum og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og brennandi áhuga á mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.

Lesa meira

4. júní 2021 : Aðalfundur Vinafélagsins

Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn í fundarherberginu Vísu á 1. hæð í Hörpu, föstudaginn 11. júní 2021 kl. 16:00. Til að hafa yfirsýn yfir væntanlegan fjölda fundargesta eru þeir sem ætla að sækja fundinn beðnir um að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@sinfonia.is.

Lesa meira

18. maí 2021 : Kosning hafin í Klassíkin okkar

Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt? Kosning er hafin á vinsælasta laginu úr íslenskri leiksýningu gegnum árin, en sjöttu tónleikarnir undir yfirskriftinni Klassíkin okkar verða haldnir í Eldborg þann 3. september nk., þar sem athyglinni verður beint að leikhústónlist. Tónleikarnir eru samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands, RÚV og Þjóðleikhússins.

Lesa meira

17. maí 2021 : Sinfónían tekur þátt í samfélagsverkefni

Nokkrir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands taka þátt í samstarfsverkefninu Korda Samfóníu, sem er ný 35 manna hljómsveit samsett af nemendum Listaháskóla Íslands og skjólstæðingum Hugarafls og Starfs- endurhæfingastöðva Vesturlands, Hafnarfjarðar og Suðurnesja ásamt hjóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómsveitin kemur fram á tónleikum í Eldborg næstkomandi föstudagskvöld undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths.

Lesa meira

11. maí 2021 : Alúfónn bætist í hljóðfærakistuna

Nýjasti gripurinn í hljóðfærakistu Sinfóníuhljómsveitar Íslands er alúfónn. Slagverksdeild hljómsveitarinnar prufaði hljóðfærið í fyrsta sinn í Eldborg nýlega. Það er gert úr fjölmörgum álkeilum og er hljómurinn í því einstaklega bjartur og fallegur. Hljóðfærið er gjöf frá Samál til hljómsveitarinnar.

Lesa meira

21. apríl 2021 : Uppskerutónleikar Ung-Yrkju föstudaginn 23. apríl

Á uppskerutónleikum Ung-Yrkja föstudaginn 23. apríl næstkomandi frumflytur Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjú glæný tónverk eftir þau Hjalta Nordal, Ingibjörgu Elsu Turchi og Katrínu Helgu Ólafsdóttur (K.Óla). Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hljómsveitinni en mentor verkefnisins er Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld hljómsveitarinnar.

Lesa meira

20. apríl 2021 : Sinfónían lék fyrir gesti og heilbrigðisstarfólk í Laugardalshöll

Sinfóníuhljómsveit Íslands skipti sér upp í minni hópa í dag og lék í Laugardalshöllinni fyrir þau sem biðu eftir bólusetningu og í Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut fyrir þau sem mættur þar í skimun. Uppátækið vakti mikla gleði þeirra sem mættu í bólusetningu og skimun en ekki síður hjá heilbrigðisstarfsfólki sem þar vinnur sitt frábæra starf.

Lesa meira

17. apríl 2021 : Sinfónían valin flytjandi ársins á Íslensku tónlistar-verðlaununum

Sinfóníuhljómsveit Íslands var valin flytjandi ársins sem hópur á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar- og samtímatónlistar í kvöld. Hátíðin fór fram í Hörpu og var send út í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hjómsveitarinnar, tók á móti verðlaununum í Hörpu og fór yfir þetta viðburðaríka og óvenjulega ár. 

Lesa meira