EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

23. mars 2022 : Samstöðutónleikar með Úkraínu í Hörpu 24. mars

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sérstaka samstöðutónleika með úkraínsku þjóðinni og mun allur ágóði af miðasölu tónleikanna renna óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
Meistaraverk eftir þrjú af dáðustu tónskáldum sögunnar hljóma á þessum tónleikum ásamt verki eftir úkraínska tónskáldið Valentin Silvestrov.
Lesa meira

18. mars 2022 : Sinfónían hlýtur þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

 

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í gær og hlaut Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjár tilnefningar í flokknum Tónlistarviðburður ársins, fyrir þrjá stóra viðburði á árinu 2021; AIŌN, Grænu röðina og NýKlassík & Sinfó. 

Lesa meira

9. mars 2022 : Börn úr 75 leik- og grunnskólum í heimsókn

Skólatónleikarnir Veiða vind fóru fram í fjórgang í vikunni og heimsóttu okkur um 2.600 nemendur á aldrinum 5-7 ára frá yfir 70 leik- og grunnskólum. Tónleikunum í dag var einnig streymt beint á sinfonia.is svo nemendur um allt land gætu verið með okkur á tónleikunum.

Takk fyrir komuna!

Lesa meira

28. febrúar 2022 : FEAST á miðvikudag í beinni sjónvarpsútsendingu

Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur á Íslandi glænýjan píanókonsert Daníels Bjarnasonar í beinni sjónvarpsútsendingu frá Eldborg næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20. Konsertinn ber heitið FEAST og var frumfluttur í Walt Disney-tónleikahöllinni í Los Angeles þann 18. febrúar síðastliðinn.

14. febrúar 2022 : Herdís Anna og Gissur Páll á Vínartónleikum

Tveir helstu einsöngvarar Íslands koma fram á Vínartónleikum okkar í ár, þau Herdís Anna Jónasdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Þau flytja aríur og dúetta úr óperettum eftir Strauss, Zeller og Kálman, auk þess sem margir skemmtilegir valsar og polkar eru á efnisskránni.

Vínartónleikar eru einir líflegustu og skemmtilegustu tónleikar ársins – fáðu þér sæti!

Lesa meira

8. febrúar 2022 : Skólatónleikunum Töfraflautan eftir Mozart aflýst

Sökum samfélagsaðstæðna var Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki unnt að flytja Töfraflautuna eftir Mozart eins og til stóð vikuna 7.-12. febrúar. Skólatónleikum og fjölskyldutónleikum sem fyrirhugaðir voru í byrjun febrúar er frestað fram á næsta starfsár 2022-2023. Tónleikarnir verða auglýstir á vef hljómsveitarinnar þegar dagsetning liggur fyrir og þurfa kennarar og skólastjórnendur að endurbóka sína hópa á viðburðinn þegar þar að kemur.

Lesa meira

4. febrúar 2022 : Nýjar dagsetningar kynntar

Í byrjun janúar reyndist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum hljómsveitarinnar sem upphaflega voru á dagskrá í janúar og febrúar. Það gleður okkur að í ljósi nýjustu afléttinga á samkomutakmörkunum getur hljómsveitin nú haldið tónleikana Shostakotvisj og Barber 17. febrúar og Vínartónleika 24.-26. febrúar.

Fögnum saman nýju tónlistarári!

Lesa meira

26. janúar 2022 : Dagskrá næstu vikna hjá Sinfóníunni

Sinfóníuhljómsveit Íslands þurfti að fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í janúar og febrúar vegna stöðu heimsfaraldursins.

Það gleður okkur þó að geta sagt frá því að hljómsveitin mun koma saman á ný og halda tvenna hádegistónleika á næstu vikum, Wagner og Mozart fimmtudaginn 3. febrúar og Mozart og Beethoven fimmtudaginn 10. febrúar.

Lesa meira

22. janúar 2022 : Laus staða mannauðsstjóra

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að skipulögðum, drífandi og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og brennandi áhuga á fólki og mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.

Lesa meira

20. janúar 2022 : Tónleikum út febrúar aflýst eða frestað

Í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana reynist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum og viðburðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem ráðgerðir voru í janúar og febrúar. Nýjar dagsetningar fyrir þá tónleika sem frestað var verða kynntar á næstu dögum.

Lesa meira