Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Samstöðutónleikar með Úkraínu í Hörpu 24. mars

Sinfónían hlýtur þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í gær og hlaut Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjár tilnefningar í flokknum Tónlistarviðburður ársins, fyrir þrjá stóra viðburði á árinu 2021; AIŌN, Grænu röðina og NýKlassík & Sinfó.
Lesa meira
Börn úr 75 leik- og grunnskólum í heimsókn
Skólatónleikarnir Veiða vind fóru fram í fjórgang í vikunni og heimsóttu okkur um 2.600 nemendur á aldrinum 5-7 ára frá yfir 70 leik- og grunnskólum. Tónleikunum í dag var einnig streymt beint á sinfonia.is svo nemendur um allt land gætu verið með okkur á tónleikunum.
Takk fyrir komuna!
Lesa meira
FEAST á miðvikudag í beinni sjónvarpsútsendingu
Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur á Íslandi glænýjan píanókonsert Daníels Bjarnasonar í beinni sjónvarpsútsendingu frá Eldborg næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20. Konsertinn ber heitið FEAST og var frumfluttur í Walt Disney-tónleikahöllinni í Los Angeles þann 18. febrúar síðastliðinn.

Herdís Anna og Gissur Páll á Vínartónleikum
Tveir helstu einsöngvarar Íslands koma fram á Vínartónleikum okkar í ár, þau Herdís Anna Jónasdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Þau flytja aríur og dúetta úr óperettum eftir Strauss, Zeller og Kálman, auk þess sem margir skemmtilegir valsar og polkar eru á efnisskránni.
Vínartónleikar eru einir líflegustu og skemmtilegustu tónleikar ársins – fáðu þér sæti!
Lesa meira
Skólatónleikunum Töfraflautan eftir Mozart aflýst
Sökum samfélagsaðstæðna var Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki unnt að flytja Töfraflautuna eftir Mozart eins og til stóð vikuna 7.-12. febrúar. Skólatónleikum og fjölskyldutónleikum sem fyrirhugaðir voru í byrjun febrúar er frestað fram á næsta starfsár 2022-2023. Tónleikarnir verða auglýstir á vef hljómsveitarinnar þegar dagsetning liggur fyrir og þurfa kennarar og skólastjórnendur að endurbóka sína hópa á viðburðinn þegar þar að kemur.
Lesa meira
Nýjar dagsetningar kynntar
Í byrjun janúar reyndist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum hljómsveitarinnar sem upphaflega voru á dagskrá í janúar og febrúar. Það gleður okkur að í ljósi nýjustu afléttinga á samkomutakmörkunum getur hljómsveitin nú haldið tónleikana Shostakotvisj og Barber 17. febrúar og Vínartónleika 24.-26. febrúar.
Fögnum saman nýju tónlistarári!
Lesa meira
Dagskrá næstu vikna hjá Sinfóníunni
Sinfóníuhljómsveit Íslands þurfti að fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í janúar og febrúar vegna stöðu heimsfaraldursins.
Það gleður okkur þó að geta sagt frá því að hljómsveitin mun koma saman á ný og halda tvenna hádegistónleika á næstu vikum, Wagner og Mozart fimmtudaginn 3. febrúar og Mozart og Beethoven fimmtudaginn 10. febrúar.
Lesa meira
Laus staða mannauðsstjóra
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að skipulögðum, drífandi og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og brennandi áhuga á fólki og mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.
Lesa meira
Tónleikum út febrúar aflýst eða frestað
Í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana reynist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum og viðburðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem ráðgerðir voru í janúar og febrúar. Nýjar dagsetningar fyrir þá tónleika sem frestað var verða kynntar á næstu dögum.
Lesa meira