EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

30. apríl 2019 : Hallfríður Ólafsdóttir heiðruð fyrir Maxímús Músíkús

Hallfríði Ólafsdóttur, höfundi bókanna um Maxímús Músíkús og leiðandi flautuleikara hljómsveitarinnar, var í vikunni veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands fyrir að bera hróður Íslands víða um heim og stuðla að jákvæðu umtali um land og þjóð. Alls hafa komið út fimm bækur og hljómdiskar um Maxímús Músíkús með tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa sögurnar verið þýddar á sjö tungumál.

Lesa meira

30. apríl 2019 : 27 grunnskólar á skólatónleikum í vikunni

Í vikunni tekur Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti um 3.000 nemendum frá 27 grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Á tónleikunum leikur hljómsveitin tónlistarævintýrið Strákurinn og slikkeríið eftir Jóhann G. Jóhannsson. Unnsteinn Manuel Stefánsson og Brynhildur Guðjónsdóttir flytja söguna um lítinn dreng sem dreymir um að eignast sína eigin sælgætisbúð og þremur kostulegum vinum hans úr dýraríkinu: gíraffa, pelíkana og apa.

Lesa meira

24. apríl 2019 : Daníel Bjarnason tekur við stöðu aðalgestastjórnanda

Daníel Bjarnason tekur við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands í september 2019 og mun gegna því hlutverki næstu tvö starfsár. Daníel mun stjórna hljómsveitinni á þrennum tónleikum í Eldborg á næsta starfsári og stjórna hljómsveitinni á tónleikaferðalagi hennar til Þýskalands og Austurríkis í nóvember 2019.

Lesa meira

23. apríl 2019 : Skólatónleikar í beinu streymi

Skólatónleikum hljómsveitarinnar um Tobba túbu verður streymt í beinni útsendingu til grunnskóla um land allt miðvikudaginn 24. apríl kl. 11:00. Á tónleikunum leikur hljómsveitin hið sívinsæla tónlistarævintýri um Tobba túbu undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Einleikari á tónleikunum er Nimrod Ron og sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir.

Lesa meira

8. apríl 2019 : Nr. 10 - Hin banvæna sinfónía

Viðtal við Árni Heimir Ingólfsson, listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, þar sem hann segir frá Mahler og tíundu sinfóníu hans. Sinfónían er stórbrotið verk og á sér forvitnilega og sérkennilega sögu en Mahler óttast það mjög að endast ekki ævin til að semja tíu sinfóníur og var heltekinn af „Bölvun hinnar Níundu.“

Lesa meira

2. apríl 2019 : Lára Sóley Jóhannsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að ráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 1. ágúst. Lára Sóley tekur við af Örnu Kristínu Einarsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin sex ár.

Lesa meira

1. apríl 2019 : Nýr diskur með sinfóníum eftir Gounod

Nýr hljómdiskur með sinfóníum nr. 1 og 2 eftir franska tónskáldið Charles Gounod í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út. Hljómsveitarstjóri á diskinum er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Diskurinn fæst Smekkleysu á Skólavörðustíg og í Epal í Hörpu.

Lesa meira

25. mars 2019 : Prufuspil í Ungsveitinni í vikunni

Í þessari viku og næstu standa yfir prufuspil og umspil um sæti í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á næsta starfsári fagnar Ungsveitin 10 ára afmælisári sínu og verður verkefnið glæsilegt, Sinfónía nr. 9 eftir Ludwig van Beethoven undir stjórn Daniels Raiskin.

Lesa meira

19. mars 2019 : Bjarni Frímann og Charlotte Hellekant hlaupa í skarðið

Því miður hafa bæði einsöngvari og hljómsveitarstjóri tónleika hljómsveitarinnar fimmtudaginn 21. mars forfallast. Sænska mezzósópransöngkonan Charlotte Hellekant hleypur í skarðið fyrir von Otter og Bjarni Frímann Bjarnason, aðstoðarstjórnandi Sinfóníunnar, stjórnar tónleikunum í stað Yan Pascal Tortelier. Efnisskrá tónleikanna er óbreytt.

Lesa meira

15. mars 2019 : Yrkja V - tónskáldastofa

Sigurður Árni Jónsson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg hafa verið valin til þátttöku í Yrkju V sem er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þau munu á næstu níu mánuðum vinna undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum uppskerutónleikum á Myrkum músíkdögum, föstudaginn 31. janúar kl. 12 í Norðurljósum.

Lesa meira