EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

28. september 2019 : Aukatónleikar með Víkingi og Daníel 8. nóvember

Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur verið bætt við aukatónleikum 8. nóvember á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni en uppselt er orðið á tónleikana 7. nóvember. Tónleikarnir eru upphitun fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis síðar í mánuðinum. 

Lesa meira

24. september 2019 : Ungsveitin lék Níundu fyrir fullu húsi í Eldborg

Það var mikið um dýrðir á tíu ára afmælistónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn sunnudag þegar Ungsveitin flutti í Eldborg fyrir fullu húsi Níundu sinfóníu Beethovens ásamt einsöngvurum og kórum fyrir fullu húsi. Verndari Ungsveitarinnar Eliza Reid, forsetafrú, var viðstödd tónleikana en hún tók við hlutverki verndara sveitarinnar á þessu tíu ára afmælisári Ungsveitarinnar.

Lesa meira

20. september 2019 : Eliza Reid verndari Ungsveitarinnar

Eliza Reid forsetafrú hefur þegið boð hljómsveitarinnar um að gerast verndari Ungsveitarinnar en sveitin fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári með afmælistónleikum sunnudaginn 22. september í Eldborg. Af því tilefni heimsótti Eliza Reid Ungsveitina á æfingu í Hörpu.

Lesa meira

17. september 2019 : Hópferð á tónleika Sinfóníunnar í Berlín 17. nóv.

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Berlínar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni í Konzerthaus Berlín 17. nóvember. Hægt er að bóka sig í ferðina til og með 20. september.

Lesa meira

10. september 2019 : Spennt fyrir nýju starfsári

Konsertmeistarar Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigrún Eðvaldsdóttir og Nicola Lolli ræða um starfsárið framundan, samstarfið og mikilvægi þess að vera heiðarlegur í samskiptum. „Ég er alltaf spennt fyrir nýju starfsári, það er nóg af fallegri tónlist til að spila, fullt af spennandi tónleikum og áhugaverð þemu,“ segir Sigrún. Nicola tekur undir og segist líka spenntur fyrir tónleikaferðum starfsársins en hljómsveitin heldur í tvær tónleikaferðir á starfsárinu í tilefni af 70 ára afmæli sveitarinnar.

Lesa meira

2. september 2019 : Starfsárið 2019/20

Dagskrá hljómsveitarinnar á nýju starfsári er einstaklega fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendra listamanna.

Áskrift er besta leiðin til þess að tryggja sér öruggt sæti með 20% afslætti. Sala nýrra áskrifta- og Regnbogakorta og almenn miðasala er hafin.

Kaupa áskrift Endurnýja

Lesa meira

30. ágúst 2019 : Aukið samstarf Sinfóníunnar og RÚV með nýjum samningi

Á lokaæfingu í dag fyrir tónleikana Klassíkin okkar sem sjónvarpað verður beint í kvöld á RÚV, skrifuðu Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir nýjan samstarfssamning. Stofnanirnar taka höndum saman um að efla enn frekar miðlun fjölbreyttrar tónlistar og vinna saman að áhugverðri dagskrá sem á erindi við landsmenn alla.

Lesa meira

28. ágúst 2019 : Svanavatnið í Eldborg 21.-23. nóvember

St. Petersburg Festival Ballet snýr aftur í Hörpu og sýnir Svanavatnið við tónlist Pjotrs Tsjajkvoskíjs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða þrjár ballettsýningar dagana 21. - 23. nóvember en sýningar dansflokksins hafa fest sig í sessi á Íslandi og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar.

Lesa meira

28. ágúst 2019 : Ný hjólaljós og hjólastígur við Hörpu

Umferðarljós fyrir hjólandi umferð hafa verið sett upp á gatnamótum við Hörpu og tengjast þau hjólastíg meðfram Sæbrautinni og þvera Faxagötu. Jafnframt voru gerðar breytingar á stýringu akandi umferðar um gatnamót Sæbrautar, Kalkofnsvegar og Faxagötu.

Lesa meira

25. ágúst 2019 : Sinfónían hljóp til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu

Í tilefni af Maraþontónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt tóku hljóðfæraleikarar og starfsmenn hljómsveitarinnar sig saman og fjölmenntu í Reykjavíkurmaraþonið fyrr um daginn. Samtals tóku um 30 starfsmenn þátt og hlupu samtals 350 km og söfnuðu 249.000 kr. til styrktar Hugarafli.

 

Lesa meira