EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. mars 2020 : Tilkynning vegna samkomubanns

Þar sem samkomubann hefur verið sett á mun Sinfóníuhljómsveit Íslands, eins og aðrar sviðslistastofnanir fresta eða aflýsa viðburðum. Athugið að miðahafar geta fært aðgöngumiða sína á aðra tónleika hljómsveitarinnar síðar á þessu starfsári, henti það ekki munum við endurgreiða aðgöngumiða í miðasölu Hörpu

Lesa meira

12. mars 2020 : Vegna COVID-19 og mannamóta

Á meðan ekk­i er sam­komu­bann í gildi á Íslandi er mik­il­vægt að gæta vel að smit­vörnum á viðburðurðum. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. 

Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.

Lesa meira

12. mars 2020 : Concurrence valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum

Nýjasta plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Concurrence, var valin plata ársins 2019 á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu. Concurrence er annar diskurinn af þremur sem bandaríska útgáfufyrirtækið Sono Luminus gefur út með hljómsveitinni og hefur hann fengið frábæra dóma m.a. í The New York Times, NPR, Second Inversion og Gramophone.

Lesa meira

5. mars 2020 : Ljósmyndasýning úr 70 ára sögu hljómsveitarinnar

Í tilefni af afmæli hljómsveitarinnar er ljósmyndasýning á 1. hæð Hörpu. Þar gefur að líta fáeinar svipmyndir úr sjötíu ára sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Galdrar tónlistarinnar verða aldrei fangaðir á ljósmynd, en þó getur góð mynd verið dýrmæt heimild um einstök augnablik, mikilvæga atburði og ógleymanlega listamenn. 

Lesa meira

4. mars 2020 : „Þú skalt bara leggja þetta fyrir þig, drengur minn"

Viðtal við básúnuleikarann Þórarinn Óskarsson sem lék á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 í Austurbæjarbíói. Þórarinn er ern með eindæmum og kann enn sögur af starfinu fyrstu árin en hann lék einnig á básunu þegar rússneska tónskáldið Aram Katsjatúrían kom og stýrði hljómsveitinni í Þjóðleikhúsinu 1951.

Lesa meira
Home Delivery

19. febrúar 2020 : Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2019

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2019, sem flytjandi ársins, fyrir plötu ársins og tónlistarviðburð ársins. Verðlaunaafhendingin verður haldin í Hörpu miðvikudaginn 11. mars í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira

18. febrúar 2020 : Lausar stöður í hljómsveit

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu uppfærslumanns í víóludeild og stöðu sellóleikara frá og með ágúst 2020.

Lesa meira

17. febrúar 2020 : Komin heim eftir glæsilega tónleikaferð til Bretlands

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velhepnnaða tónleikaferð um Bretland undir stjórn hljómsveitarstjórans Yan Pascal Tortelier. Hljómsveitin hélt átta tónleika í mörgum af helstu tónleikahúsum Bretlands. Anna Þorvaldsdóttir staðartónskáld var með í ferðinni og lék hljómsveitin verkið hennar Aeriality á öllum tónleikum ferðarinnar.

Lesa meira

16. febrúar 2020 : Leitað að styrktaraðilum

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að nýjum styrktaraðilum en samstarfsamningur hljómsveitarinnar við Gamma rennur út í vor. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að efla starf hljómsveitarinnar og styða við bakið á íslenskri menningu en hljómsveitin hefur á síðustu áratugum átt í farsælu samstarfi við ýmis fyrirtæki.

Lesa meira

9. febrúar 2020 : Tónleikaferð til Bretlands

Sinfóníuhljómsveit Íslands er á tónleikaferðalagi í Bretlands og heldur átta tónleika og leikur hún í nokkrum fremstu tónleikahúsum Bretlands , m.a. Symphony Hall í Birmingham, Usher Hall í Edinborg og Cadogan Hall í Lundúnum. Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru í Royal Concert Hall í Nottingham á laugardagsvköldið undir stjórn Yan Pascal Tortelier.

Lesa meira