EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

16. apríl 2021 : Vordagskrá komin í sölu

Við kynnum til leiks metnaðarfulla og fjölbreytta vordagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlistin spannar vítt svið, allt frá Mahler til Egners og því ættu tónlistarunnendur á öllum aldri að geta fundið eitthvað við hæfi.

Sætaframboð er takmarkað og því gott að tryggja sér miða í tíma. 20% afsláttur er veittur af miðaverði ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika eða fleiri í einu. Hlökkum til að sjá þig!

Lesa meira

16. apríl 2021 : Sinfónían og Þjóðleikhúsið unnu Lúðurinn

Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands unnu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin sem haldin voru í kvöld, í flokknum samfélagsmiðla fyrir myndbandið „Við hlökkum svo til".

Lesa meira
Home Delivery

24. mars 2021 : Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í sígildri- og samtímatónlist, sem flytjandi ársins og fyrir tónlistarviðburð ársins. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu laugardagskvöldið 17. apríl.

Lesa meira

24. mars 2021 : Tónleikum aflýst

Í ljósi hertra samkomutakmarkana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands þurft að aflýsa öllum fyrirhuguðum tónleikum hljómsveitarinnar til 15. apríl.

Miðahafar eiga áfram inneign hjá hljómsveitinni sem þeir geta nýtt síðar á aðra tónleika sveitarinnar en einnig er hægt að fá miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Lesa meira

22. mars 2021 : Tónleikar í apríl komnir í sölu

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hafið sölu á tónleikum í aprílmánuði. Boðið verður upp á sannkalla tónlistarveislu með glæsilegum fiðlukonsertum eftir Mendelssohn og Prokofíev, sinfóníum eftir Beethoven, Ives og Tsjajkovskíj, ásamt nýjum verkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Caroline Shaw og þrjú ung og efnileg íslensk tónskáld. Tónleikum hljómsveitarinnar verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 1 líkt og vanalega.

Lesa meira

18. mars 2021 : Við leitum að markaðsfulltrúa

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að markaðsfulltrúa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í 100% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2021.

Lesa meira

14. mars 2021 : Hjúpur Hörpu í Grammy-búning

Harpa var í sparifötunum á sunnudagskvöldið í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason voru tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna. Hljómsveitin býður til Grammy-veislu í Eldborg fimmtudaginn 18. mars þar sem hún flytur tvö verk af hinum tilnefnda diski, ásamt fiðlukonserti Daníels Bjarnasonar með Pekka Kuuisto í einleikshlutverkinu.

Lesa meira

8. mars 2021 : Ábyrgt tónleikahald í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Harpa leggja áherslu á ábyrgt viðburðahald og fylgja í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleika takmarkað við 200 gesti í fjórum sóttvarnarhólfum og í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana í Eldborg, ásamt því að grímuskylda er á alla viðburði í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.

Hlökkum til að sjá þig í Hörpu.

Lesa meira

1. mars 2021 : Framhaldsskólatónleikar fyrir nemendur MR

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík á tónleika í Eldborg fimmtudaginn 3. mars. Á þessum morguntónleikum leikur hljómsveitin sinfóníu nr. 9, „Úr nýja heiminum“ eftir Antonín Dvořák undir stjórn Evu Ollikaienn aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 

Lesa meira

17. febrúar 2021 : Miðasala hafin á tónleika í mars

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nú kynnt dagskrá sína í mars og er miðasala hafin hér á vef hljómsveitarinnar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá m.a. með verkum eftir Dvořák, Saint-Saëns, Mahler og Brahms, ásamt því að hljómsveitin fagnar Grammy-tilnefningu á sérstökum hátíðartónleikum með Daníel Bjarnasyni hljómsveitarstjóra.

Áskrift að tvennum tónleikum eða fleiri veitir þér 20% afslátt af miðaverði. Takmarkað sætaframboð.

Lesa meira