Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Lalli töframaður á skólatónleikum í vikunni
Í dag buðum við leikskóla- og grunnskólabörnum á tónleika þar sem Lalli töframaður töfraði Sinfóníuhljómsveitina upp úr skónum með aðstoð góðra gesta. Krakkarnir sátu á töfrateppum á gólfinu og létu fara vel um sig í hlýjunni í Norðurljósum á þessum kalda nóvembermorgni.
Lesa meira
Barbara Hannigan og Víkingur Heiðar hljóta Musical America verðlaunin
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar Barböru Hannigan til hamingju með að hljóta Musical America verðlaunin sem listamaður ársins. Þá hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari einnig sömu verðlaun sem hljóðfæraleikari ársins og óskar hljómsveitin honum sömuleiðis hjartanlega til hamingju.
Lesa meira
Liam Kaplan ráðinn í stöðu píanóleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands
Liam Kaplan hefur verið fastráðinn í stöðu píanóleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands að loknu hæfnisprófi og sex mánaða reynslutímabili. Hljómsveitin býður Liam velkominn til starfa.
Lesa meira

Laus staða víóluleikara
Umsóknarfrestur er til 13. desember 2024.
Hæfnispróf fer fram 25. febrúar 2025 í Hörpu.

Minningarorð um Katrínu Árnadóttur
Katrín Árnadóttir, fyrrum fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, lést 21. október síðastliðinn. Katrín lék fyrst með hljómsveitinni aðeins 19 ára gömul, árið 1961. Hún var fastráðin frá árinu 1969 og gengdi stöðu sinni hjá hljómsveitinn til ársins 1994.
Lesa meira
Guðni Tómasson ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ráðið Guðna Tómasson í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið er í starfið til fjögurra ára í senn.
Lesa meira
Kvika eignastýring áfram bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Kvika eignastýring og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu ára en Kvika eignastýring hefur verið bakhjarl hljómsveitarinnar frá árinu 2021. Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar og Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar skrifuðu nýverið undir samkomulagið í Hörpu.
Lesa meira
Hljóðritun frá tónleikum Yo-Yo Ma og Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 24. október síðastliðinn með sellóleikaranum Yo-Yo Ma er aðgengileg í nokkra daga inni á spilara RÚV. Athugið að einungis er hægt að hlusta á upptökuna innanlands.
Lesa meira
Loksins, loksins
Þetta er langþráður draumur allra sellóleikara á Íslandi,“ segir Sigurgeir Agnarsson, inntur eftir því hvernig honum lítist á fyrirhugaða heimsókn sellóleikarans og stórstjörnunnar Yo-Yo Ma, sem staðið hefur á hátindi klassíska heimsins um áratugaskeið. „Ég held þetta hafi oft staðið til, oft verið rætt um hvernig hægt væri að koma þessu í kring. Það er frábært að það hafi loks tekist!“
Lesa meira

Tomáš Hanus tekur við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Hljómsveitarstjórinn Tomáš Hanus tekur við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands næsta haust og mun gegna því hlutverki starfsárin 2025-26 og 2026-27. Hann mun stjórna hljómsveitinni á tvennum tónleikum í Eldborg á hvoru starfsári.
Lesa meira