EN

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

15. nóvember 2019 : Á tónleikaferð í Þýskalandi og Austurríki

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tvenna tónleika fyrir fullu húsi í Hörpu með Víkingi Heiðari Ólafssyni, Radovan Vlatković og Daníel Bjarnasyni áður en hún hélt í tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis. Á ferðalaginu heldur hljómsveitin tónleika í München, Salzburg og Berlín. 

Fylgstu með ferðalaginu #IcelandSymphonyOnTour.

Lesa meira

15. nóvember 2019 : Nýr diskur með íslenskum hljómsveitarverkum kominn út

Diskurinn Concurrence með íslenskum hljómsveitarverkum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út hjá bandarísku útgáfunni Sono Luminus. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Sæunn Þorsteinsdóttir. Á disknum má finna verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld hljómsveitarinnar, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. 

Lesa meira

9. nóvember 2019 : Laus staða fjármálastjóra

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa í öflugu framkvæmda- og skrifstofuteymi hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember n.k.

Lesa meira

29. október 2019 : Skapað af gleði og ástríðu

Tónskáldin Daníel Bjarnason og Anna Þorvaldsdóttir gegna bæði stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Anna er á öðru ári sínu sem staðartónskáld hljómsveitarinnar og Daníel tók við stöðu aðalgestastjórnanda sveitarinnar. Bæði eiga þau verk á tveimur tónleikaferðum hljómsveitarinnar, til Þýskalands og Austurríkis í nóvember og Bretlands í febrúar 2020. Í upphafi starfsársins voru þau tekin tali og spurð út í hlutverk sín hjá hljómsveitinni og verkefnin framundan.

Lesa meira

28. október 2019 : Á leið í tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis í nóvember og hitar sveitin upp fyrir ferðina í Eldborg 7. og 8. nóvember. Meðal verka á efnisskránni er píanókonsertinn Processions eftir Daníel Bjarnason. Víkingur var tekinn tali í upphafi starfsársins þar sem hann ræddi tónleikaferðina, verkefnin framundan og hlutverk sitt sem staðarlistamaður hjá Konzerthaus í Berlín.

Lesa meira

27. október 2019 : Úrslit í einleikarakeppni Sinfóníunnar og LHÍ 2019

Helgina 25. og 26. október 2019 fór fram árleg einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Fjórir voru hlutskarpastir að þessu sinni. Það voruSólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðluleikari, Kristín Ýr Jónsdóttir, þverlfautuleikari, Flemming Viðar Valmundsson, harmóníkuleikari, og Gunnar Kristinn Óskarsson, trompetleikari. Þau munu koma fram ásamt á tónleikum Ungra einleikara 16. janúar 2020.

Lesa meira

20. október 2019 : Daníel semur verk fyrir aldarafmæli LA Phil

Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles pantaði verk af Daníel Bjarnasyni, aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í tilefni af 100 ára afmæli Fílharmóníunnar. Verkið From Space I saw Earth er innblásið af upplifun geimfara af jörðinni úr fjarska og er hljómsvetinni skipt upp og þrír hljómsveitarstjórar stjórna flutningnum. Það eru Gustavo Dudamel, núverandi aðalhljómsveitarstjóri Fílharmoníusveitar Los Angeles, og tveir fyrrverandi aðalhljómsveitarstjórar hennar, Esa-Pekka Salonen og Zubin Mehta, sem stjórna flutningnum. Verkið verður frumflutt í Walt Disney Hall á afmælistónleikum hljómsveitarinnar 24. október næstkomandi.

Lesa meira

17. október 2019 : Senda inn tónverk til flutnings eða hljóðritunar

Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti nýjum og nýlegum íslenskum tónverkum til skoðunar vegna flutnings á tónleikum og/eða til hljóðritunar. Tónskáld sem vilja fá verk sín flutt af hljómsveitinni eru hvött til þess að senda inn rafræna umsókn hér á vef hljómsveitarinnar.

Lesa meira

16. október 2019 : Víkingur valinn listamaður ársins af Gramophone

Víkingur Heiðar Ólafsson var valinn listamaður ársins 2019 á Gramophone-verðlaununum í London í dag. Þetta eru stórtíðindi fyrir íslenskt tónlistarlíf en einungis fremstu tónlistarmenn heims hafa hlotið þessa viðurkenningu. Hljómsveitin leikur næst með Víkingi í Eldborg 7. og 8. nóvember áður en hún heldur í tónleikaferð með Víkingi og Daníel Bjarnasyni til Þýskalands og Austurríkis.

Lesa meira

14. október 2019 : Tvennir opnir hádegistónleikar

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna ókeypis hádegistónleika í Hörpu í október. Föstudaginn 18. október kl. 12 leika strengjaleikarar hljómsveitarinnar barokktónlist í Norðurljósum. Á seinni hádegistónleikunum fimmtudaginn 31. október kl. 11:45 flytur hljómsveitin verk eftir Tsjajkovskíj og Önnu Þorvaldsdóttur í Eldborg undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Lesa meira