EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

23. apríl 2019 : Skólatónleikar í beinu streymi

Skólatónleikum hljómsveitarinnar um Tobba túbu verður streymt í beinni útsendingu til grunnskóla um land allt miðvikudaginn 24. apríl kl. 11:00. Á tónleikunum leikur hljómsveitin hið sívinsæla tónlistarævintýri um Tobba túbu undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Einleikari á tónleikunum er Nimrod Ron og sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir.

Lesa meira

8. apríl 2019 : Nr. 10 - Hin banvæna sinfónía

Viðtal við Árni Heimir Ingólfsson, listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, þar sem hann segir frá Mahler og tíundu sinfóníu hans. Sinfónían er stórbrotið verk og á sér forvitnilega og sérkennilega sögu en Mahler óttast það mjög að endast ekki ævin til að semja tíu sinfóníur og var heltekinn af „Bölvun hinnar Níundu.“

Lesa meira

2. apríl 2019 : Lára Sóley Jóhannsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að ráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 1. ágúst. Lára Sóley tekur við af Örnu Kristínu Einarsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin sex ár.

Lesa meira

1. apríl 2019 : Nýr diskur með sinfóníum eftir Gounod

Nýr hljómdiskur með sinfóníum nr. 1 og 2 eftir franska tónskáldið Charles Gounod í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út. Hljómsveitarstjóri á diskinum er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Diskurinn fæst Smekkleysu á Skólavörðustíg og í Epal í Hörpu.

Lesa meira

25. mars 2019 : Prufuspil í Ungsveitinni í vikunni

Í þessari viku og næstu standa yfir prufuspil og umspil um sæti í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á næsta starfsári fagnar Ungsveitin 10 ára afmælisári sínu og verður verkefnið glæsilegt, Sinfónía nr. 9 eftir Ludwig van Beethoven undir stjórn Daniels Raiskin.

Lesa meira

19. mars 2019 : Bjarni Frímann og Charlotte Hellekant hlaupa í skarðið

Því miður hafa bæði einsöngvari og hljómsveitarstjóri tónleika hljómsveitarinnar fimmtudaginn 21. mars forfallast. Sænska mezzósópransöngkonan Charlotte Hellekant hleypur í skarðið fyrir von Otter og Bjarni Frímann Bjarnason, aðstoðarstjórnandi Sinfóníunnar, stjórnar tónleikunum í stað Yan Pascal Tortelier. Efnisskrá tónleikanna er óbreytt.

Lesa meira

15. mars 2019 : Yrkja V - tónskáldastofa

Sigurður Árni Jónsson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg hafa verið valin til þátttöku í Yrkju V sem er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þau munu á næstu níu mánuðum vinna undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verkin verða síðan frumflutt á sérstökum uppskerutónleikum á Myrkum músíkdögum, föstudaginn 31. janúar kl. 12 í Norðurljósum.

Lesa meira

15. mars 2019 : Aiōn

Aiōn er nýtt tón- og dansverk eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur og er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Gautaborgar. Verkið verður frumflutt í Gautaborg með Íslenska dansflokknum í vor og Sinfóníuhljómsveit Íslands sýnir svo verkið með í Hörpu í apríl 2020.

Lesa meira

13. mars 2019 : Óperan Brothers valin tónlistarviðburður ársins

Flutningur Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason á Listahátíð í Reykjavík árið 2018 var valinn tónlistarviðburður ársins í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum sem haldin var í Hörpu miðvikudaginn 13. mars.

Lesa meira

7. mars 2019 : Opin kynning með Vinafélaginu

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna kynningu með Árna Heimi Ingólfssyni, listrænum ráðgjafa hljómsveitarinnar, í Hörpuhorni 14. mars kl. 18:20. Þar mun Árni Heimir kynna dagskrá næsta starfsárs hljómsveitarinnar ásamt því að gefa tónleikagestum innsýn í verkin sem hljóma á tónleikum kvöldsins.

Lesa meira