Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Nýjar dagsetningar kynntar
Í byrjun janúar reyndist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum hljómsveitarinnar sem upphaflega voru á dagskrá í janúar og febrúar. Það gleður okkur að í ljósi nýjustu afléttinga á samkomutakmörkunum getur hljómsveitin nú haldið tónleikana Shostakotvisj og Barber 17. febrúar og Vínartónleika 24.-26. febrúar.
Fögnum saman nýju tónlistarári!
Lesa meira
Dagskrá næstu vikna hjá Sinfóníunni
Sinfóníuhljómsveit Íslands þurfti að fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í janúar og febrúar vegna stöðu heimsfaraldursins.
Það gleður okkur þó að geta sagt frá því að hljómsveitin mun koma saman á ný og halda tvenna hádegistónleika á næstu vikum, Wagner og Mozart fimmtudaginn 3. febrúar og Mozart og Beethoven fimmtudaginn 10. febrúar.
Lesa meira
Laus staða mannauðsstjóra
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að skipulögðum, drífandi og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og brennandi áhuga á fólki og mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.
Lesa meira
Tónleikum út febrúar aflýst eða frestað
Í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana reynist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum og viðburðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem ráðgerðir voru í janúar og febrúar. Nýjar dagsetningar fyrir þá tónleika sem frestað var verða kynntar á næstu dögum.
Lesa meira
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2022 – viltu taka þátt?
Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2022 verða haldin í Hörpu mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. mars 2022. Umsókn um þátttöku í prufuspilinu er opin öllum tónlistarnemendum sem lokið hafa miðprófi.
Lesa meira
Valkyrju Wagners aflýst
Vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans reyndist óhjákvæmilegt að aflýsa fyrirhuguðum sýningum á Valkyrjunni eftir Wagner, uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík sem fara átti fram í Hörpu 24. og 26. febrúar 2022.
Lesa meira
Næstu tvennum tónleikum frestað
Næstu tvennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið frestað í ljósi útbreiðslu smita í samfélaginu. Tónleikunum Ungir einleikarar sem fara áttu fram 13. janúar og tónleikunum Shostakovitsj og Barber sem fara áttu fram 20. janúar næstkomandi verður fundin ný dagsetning síðar í vetur.
Lesa meira

Vínartónleikum og Ungum einleikurum frestað
Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands ákveðið að fresta Vínartónleikum 2022, sem fara áttu fram 6., 7. og 8. janúar næstkomandi, sem og tónleikunum Ungir einleikarar sem fara áttu fram 13. janúar, um óákveðinn tíma.
Lesa meira
Jólagleði Sinfóníuhljómsveitar Íslands um borg og bý
Sinfóníuhljómsveit Íslands er í hátíðarskapi þessa dagana og hélt sína árlegu jólagleðidagskrá með viðkomu á Hrafnistu og Landspítala dagana 14.-16. desember.
Lesa meira

Þekkir þú Brahms og Shostakovitsj?
Við leitum að umsjónarmanni nótna
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða umsjónarmann nótna. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum. Um 50% stöðu er að ræða, sem svo verður að fullu starfi haustið 2022. Viðkomandi þarf að gera hafið störf sem fyrst.