EN

Fréttasafn (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

14. nóvember 2024 : Laus staða víóluleikara

Umsóknarfrestur er til 13. desember 2024.
Hæfnispróf fer fram 25. febrúar 2025 í Hörpu.

Lesa meira

4. nóvember 2024 : Minningarorð um Katrínu Árnadóttur

Katrín Árnadóttir, fyrrum fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, lést 21. október síðastliðinn. Katrín lék fyrst með hljómsveitinni aðeins 19 ára gömul, árið 1961. Hún var fastráðin frá árinu 1969 og gengdi stöðu sinni hjá hljómsveitinn til ársins 1994.

Lesa meira

4. nóvember 2024 : Guðni Tómasson ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ráðið Guðna Tómasson í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið er í starfið til fjögurra ára í senn.

Lesa meira

1. nóvember 2024 : Kvika eignastýring áfram bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kvika eignastýring og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu ára en Kvika eignastýring hefur verið bakhjarl hljómsveitarinnar frá árinu 2021. Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar og Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar skrifuðu nýverið undir samkomulagið í Hörpu.

Lesa meira

29. október 2024 : Hljóðritun frá tónleikum Yo-Yo Ma og Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 24. október síðastliðinn með sellóleikaranum Yo-Yo Ma er aðgengileg í nokkra daga inni á spilara RÚV. Athugið að einungis er hægt að hlusta á upptökuna innanlands. 

Hér má hlusta á upptökuna 

Lesa meira

21. október 2024 : Loksins, loksins

Þetta er langþráður draumur allra sellóleikara á Íslandi,“ segir Sigurgeir Agnarsson, inntur eftir því hvernig honum lítist á fyrirhugaða heimsókn sellóleikarans og stórstjörnunnar Yo-Yo Ma, sem staðið hefur á hátindi klassíska heimsins um áratugaskeið. „Ég held þetta hafi oft staðið til, oft verið rætt um hvernig hægt væri að koma þessu í kring. Það er frábært að það hafi loks tekist!“

 

Lesa meira

17. október 2024 : Tomáš Hanus tekur við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hljómsveitarstjórinn Tomáš Hanus tekur við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands næsta haust og mun gegna því hlutverki starfsárin 2025-26 og 2026-27. Hann mun stjórna hljómsveitinni á tvennum tónleikum í Eldborg á hvoru starfsári.

 

Lesa meira

8. október 2024 : Styttist í komu Yo-Yo Ma og Kathryn Stott

Í október mun bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott. Yo-Yo Ma er einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og er koma hans því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. 

Lesa meira

23. september 2024 : Ástarsaga úr fjöllunum á skólatónleikum og í beinu streymi

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum á ferna skólatónleika í Eldborg á þriðjudag og miðvikudag þar sem flutt verður Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í framhaldi heldur hjómsveitin í tónleikaferð með tröllunum til Reykjanesbæjar og heldur þar þrenna skólatónleika í Hljómahöllinni.

Nánar

Lesa meira

5. september 2024 : Wagner er alls staðar

Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón stendur á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mörgum af virtustu óperuhúsum heims. Hann er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu og blæs sem slíkur til glæsilegrar Wagner veislu og óperugalatónleika.

Lesa meira