EN

Fréttasafn (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

13. september 2023 : Ný stjórn tekur við störfum

Síðastliðinn miðvikudag hóf ný stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands störf og var þeirra fyrsti fundur jafnframt sjöhundraðasti stjórnarfundur hljómsveitarinnar.

Lesa meira

11. september 2023 : Þakkar fyrir hverja nótu

Sigrún Eðvaldsdóttir hefur verið fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 1998 og fagnar því 25 ára starfsafmæli í ár. Aðdragandi þeirra tímamóta hefur þó ekki verið tíðindalaus og má raunar segja að Sigrún fagni um leið ákveðinni endurfæðingu í starfi sínu: Að hafa komist aftur til fullrar heilsu eftir að hafa lent í slysi sem hefði getað bundið enda á ferilinn.

Lesa meira

5. september 2023 : ARCHORA /AION - 5 stjörnur

Nýr diskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ARCHORA /AION sem kom út hjá Sono Luminus í lok sumar með verkum Önnu Þorvaldsdóttur hefur fengið frábæra dóma í heimspressunni. BBC Music Magazine gaf disknum 5 stjörnur af 5 mögulegum og the New York Times valdi diskinn á lista með fimm áhugaverðum klassískum plötum sem vert er að hlusta á.

Lesa meira

4. september 2023 : Með endurnýjaðri ástríðu

Í febrúar 2023 endurnýjuðu Sinfóníuhljómsveit Íslands og Eva Ollikainen samning hennar sem aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda til ársins 2026. Á komandi starfsári stýrir Eva ýmsum hornsteinum sinfónískrar tónlistar með hljómsveitinni – svo sem fyrstu sinfóníu Brahms, Hetjuhljómkviðu Beethovens, níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers.

Lesa meira

23. ágúst 2023 : Ávarp framkvæmdastjóra

Kæru tónleikagestir.

Sérhvert starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er litríkur vefnaður þar sem óteljandi þræðir koma saman. Það er ótrúleg tilfinning þegar hver þráður ratar á réttan stað og til verður starfsár þar sem hljómsveitin fær að blómstra í samstarfi við framúrskarandi listafólk úr ýmsum áttum, áheyrendum til gleði og upplyftingar.

Lesa meira

2. ágúst 2023 : Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur af störfum

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lét af störfum 31. júlí síðastliðinn. Stjórnina skipuðu Sigurður Hannesson, formaður, Herdís Þórðardóttir, Oddný Sturludóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Hávarður Tryggvason. Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf.

Lesa meira

9. júní 2023 : Nýtt starfsár 23/24

Almenn miðasala á tónleika starfsársins 2023/24 er hafin. Sala nýrra áskriftar- og Regnbogakorta er enn í fullum gangi. 


Smelltu hér til að kaupa áskriftarkort

Smelltu hér til að kaupa Regnbogakort

 

Lesa meira

2. júní 2023 : Ásgeir Trausti og Sinfó 2. nóvember í samstarfi við Iceland Airwaves

Ásgeir Trausti og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg á systurviðburði (Partner Event) á Iceland Airwaves þar sem hljóma munu mörg af þekktustu lögum Ásgeirs í glæsilegum útsetningum fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.

Lesa meira

31. maí 2023 : Endurnýjun hefst mánudaginn 12. júní kl. 10:00

Endurnýjun áskrifta og Regnbogakorta fyrir starfsárið 2023/24 hefst mánudaginn 12. júní kl. 10.00 hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.

Kynningarbæklingur verður sendur í hús til áskrifenda og dagskráin kynnt til leiks hér á vefnum fyrir 10. júní. Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 14. júní kl. 10:00.

Lesa meira

24. maí 2023 : Lára Sóley Jóhannsdóttir endurráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lára Sóley hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. 

Lesa meira