Sögubrot frá Sinfó
Síðdegis fimmtudaginn 6. mars verður opnuð sýning í anddyri Hörpu sem ber yfirskriftina Sögubrot frá Sinfó. Á sýningunni verður litið yfir farinn veg með örfáum myndbrotum úr sögu sveitarinnar allt frá stofnun fyrir 75 árum.
Sýningin mun standa út starfsárið og verður opin öllum gestum Hörpu.