Barbara Hannigan hlýtur Polar-verðlaunin 2025
Kanadíska söngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan hlýtur Polar-verðlaunin 2025 ásamt hljómsveitinni Queen og Herbie Hancock. Þykja þau ein virtustu tónlistarverðlaun í heimi. Hannigan er verðandi aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tekur við stöðunni haustið 2026. Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 27. maí nk.
Barbara Hannigan sagði við tilefnið:
Ég er djúpt snortin og auðmjúk yfir því að hljóta Polar-verðlaunin í ár. Þakka ykkur kærlega fyrir að velja mig í hóp með svo einstökum og áhrifaríkum verðlaunahöfum.“
Marie Ledin framkvæmdastjóri Polar-verðaunanna:
Barbara er ólík öllum öðrum; ástríðufull sópransöngkona og hljómsveitarstjóri sem fer sína einstöku og hugrökku leið.“
Fyrri handhafar Polar-verðlaunanna eru m.a. Björk, Paul McCartney, Bruce Springsteen, Peter Gabriel, Chuck Berry, Ennio Morricone, Led Zeppelin, Patti Smith, Stevie Wonder, Paul Simon, Joni Mitchell, Elton John og Metallica.
- Eldri frétt
- Næsta frétt