EN

18. mars 2025

Barbara Hannig­an hlýt­ur Pol­ar-verðlaun­in 2025

Kanadíska söng­kon­an og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannig­an hlýt­ur Pol­ar­-verðlaun­in 2025 ásamt hljóm­sveit­inni Qu­een og Her­bie Hancock. Þykja þau ein virt­ustu tón­list­ar­verðlaun í heimi. Hannig­an er verðandi aðal­hljóm­sveit­ar­stjóri og list­rænn stjórn­andi Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands og tek­ur við stöðunni haustið 2026. Verðlaun­in verða af­hent í Stokk­hólmi þann 27. maí nk.

Barbara Hannigan sagði við tilefnið: 

 

Ég er djúpt snortin og auðmjúk yfir því að hljóta Polar-verðlaunin í ár. Þakka ykkur kærlega fyrir að velja mig í hóp með svo einstökum og áhrifaríkum verðlaunahöfum.“


Marie Ledin framkvæmdastjóri Polar-verðaunanna: 

 

Barbara er ólík öllum öðrum; ástríðufull sópransöngkona og hljómsveitarstjóri sem fer sína einstöku og hugrökku leið.“

 

Fyrri handhafar Pol­ar­-verðlaun­anna eru m.a. Björk, Paul McCart­ney, Bruce Springsteen, Peter Gabriel, Chuck Berry, Ennio Morrico­ne, Led Zepp­el­in, Patti Smith, Stevie Wond­er, Paul Simon, Joni Mitchell, Elt­on John og Metallica.