Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur gefið út nýja upptöku af tónlistarævintýrinu um Pétur og úlfinn á öllum helstu streymisveitum. Í Pétri og úlfinum fara saman spennandi saga og ógleymanleg tónlist úr smiðju Sergejs Prokofíev þar sem hver sögupersóna fær eigið stef og hljóðfæri. Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann og Halldóra Geirharðsdóttir segir söguna. Hvetjum ykkur til að hlusta og leyfa yngstu tónlistarunnendunum að njóta!