EN

2013

Fyrirsagnalisti

13. desember 2013 : SÍ tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 hafa nú verið kynntar og er Sinfóníuhljómsveit Íslands tilnefnd í tveimur flokkum í ár:


Tónlistarviðburður ársins

Ólafur Arnalds og Sinfóníuhljómsveit Íslands – For Now I am Winter

Leiðir Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljómsveitar Íslands lágu saman í fyrsta sinn á tónleikum Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar í Elborgarsal Hörpu í lok nóvember sl. Innhverf og einlæg tónlist Ólafs naut sín til fullnustu fyrir fullum sal áheyrenda í Eldborg og fegurðin í kyrrðinni ríkti ofar öllu.


Hljómplata ársins – Sígild- og samtímatónlist

Vincent d´Indy – Orchestral Works 5 – Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba

Samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Rumons Gamba elur af sér fimmta hljómdiskinn með verkum franska síð-rómantíkersins Vincent d´Indy. Frábær flutningur á áhugaverðri tónlist d´Indy og hljóðupptaka til fyrirmyndar.

Lesa meira
sinfo_harpa_stor

4. desember 2013 : Sigurvegarar einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur að í samvinnu við Listaháskóli Íslands. Keppnin er opin tónlistarnemendum á háskólastigi, óháð því hvaða tónlistarskóla þeir sækja. Alls tóku 14 nemendur þátt í keppninni að þessu sinni en dómnefndin valdi fjóra sigurvegara til að koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Eldborgarsal Hörpu  16. janúar 2014

Fjórir ungir einleikarar urðu fyrir valinu:
Baldvin Ingvar Tryggvason, klarinettunemandi hjá tónlistardeild LHÍ.
Björg Brjánsdóttir, flautunemandi úr Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Rannveig Marta Sarc, fiðlunemandi úr Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Sölvi Kolbeinsson, saxófónnemandi úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. 

Lesa meira

6. nóvember 2013 : Úrslit í myndasamkeppni Litla tónsprotans

Margar ævintýralegar myndir bárust í myndasamkeppni Litla tónsprotans.
Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar öllum þátttakendum fyrir innsendar myndir og óskar vinningshöfum til hamingju.

Vinningshafar:

 

Júlía Freydís Egilsdóttir, 4 ára
Jóel Ben Tompkins, 7 ára
Telma Guðrún Þorsteinsdóttir, 4 ára

 

Það var enginn annar en Brian Pilkington myndlistarmaður sem valdi úr innsendum myndum.

Viðurkenningar eru tveir miðar að eigin vali á tónleika Litla tónsprotans og bók um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús.

Lesa meira

24. október 2013 : GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Fjármálafyrirtækið GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljomsveitar Íslands næstu þrjú árin. GAMMA hefur verið meðal styrktaraðila Sinfóníunnar síðastliðin tvö ár en verður nú eini aðalstyrktaraðili hljómsveitarinnar.  Samkomulagið var undirritað nú nýverið af Gísla Haukssyni forstjóra GAMMA og Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníunnar.  Samningur GAMMA og Sinfóníunnar hefur þegar tekið gildi og stendur fram til haustsins 2016 og verður fyrirtækið eini aðalstyrktaraðili hljómsveitarinnar á tímabilinu.

Lesa meira
krakkar_listi

14. október 2013 : Sinfóníuhljómsveitin á ferð og flugi

Þessa vikuna verður Sinfóníuhljómsveit Íslands á ferð og flugi. Hljómsveitin skiptir sér í tvær  sveitir sem heimsækja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og spila fyrir nemendur og kennara. 

Skólaheimsóknirnar eru hluti af öflugu og fjölbreyttu fræðlustarfi SÍ en á hverjur ári heldur hljómsveitn einnig fjölda skólatónleika í Hörpu fyrir nemendur úr öllum skólastigum.
Lesa meira
ungsveit_listi

1. október 2013 : Ungsveit SÍ á tónleikum 6. október

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur tónleika í Eldbog í Hörpu sunnudaginn 6. október kl. 17.00. Hljómsveitin er skipuð tæplega hundrað ungmennum úr tónlistarskólum landsins.

Ungsveitin flytur Karnival í Róm eftir Hector Berlioz, Sellókonsert Elgars og  La mer eftir  Debussy.
Einleikari og sérstakur gestur Ungsveitarinar er hinn margrómaði sellóleikari Sæunn Þorsteinsdóttir og stjórnandi er Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.


Þetta eru tónleikar sem áhugamenn um framtíð íslenskar tónlistar láta sig ekki vanta á.

 

 Nemendur og fólk undir 25 ára aldri fær 50% afslátt af miðaverði í miðasölu Hörpu.

Lesa meira
jol_stor

30. september 2013 : Áheyrnarprufum fyrir Jólatónleika lokið

Föstudaginn 27. september voru haldnar áheyrnarprufur fyrir Jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Tíu ungir trompetleikarar tóku þátt í áheyrnarprufunum og léku fyrsta trompetpart úr verkinu Bugler's Holiday eftir Leroy Anderson.

Allir þátttakendur stóðu sig með prýði og komu mjög vel undirbúnir til leiks. Þeir trompetleikarar sem voru hlutskarpastir og munu leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Jólatónleikum sveitarinnar eru:

Elísa Guðmarsdóttir, 1. trompet

Sóley Björk Einarsdóttir, 2, trompet

Svanhildur Tekla Bryngeirsdóttir, 3. trompet

Lesa meira
skalmold_stor

20. september 2013 : Aukatónleikar á Skálmöld og SÍ

Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitin Skálmöld sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg í lok nóvember. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður magnað að sjá þessar tvær kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði.

Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson færir víkingaskotinn þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning.

Sala á tónleikana fór ótúlega vel af stað og uppselt er á tvenna tónleika 28. og 29.nóvember. Nú hefur verið bætt við enn einum aukatónleikum laugardaginn 30. nóvember kl. 17.00 og heft miðasala á tónleikana  20. september kl.12.00.

Lesa meira
arna_stor

2. september 2013 : Arna Kristín Einarsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra SÍ

Arna Kristín Einarsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1. september. Hún tekur við af Sigurði Nordal sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár.

 

Arna Kristín starfaði sem tónleikastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2007-2013. Áður starfaði hún við skipulagningu menningarviðburða hjá Hafnarfjarðarbæ og í Norræna húsinu. Þá starfaði hún sem flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2000-2004 og áður í Bretlandi.

 

Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að hafa lokið framhaldsmenntun í þverflautuleik í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Lesa meira
sinfo_harpa_listi

21. ágúst 2013 : Opið hús á Menningarnótt

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika á Menningarnótt í Eldborgarsal Hörpu. Boðið verður upp á barnatónleika kl. 15 með færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns þar sem Gói er í hlutverki sögumanns.  Þá verða haldnir síðdegistónleikar kl. 17 með vinsælum klassískum verkum.  Einleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.

Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að sækja aðgöngumiða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi.


Lesa meira
Síða 1 af 3