EN

  • krakkar_listi

14. október 2013

Sinfóníuhljómsveitin á ferð og flugi

Hjómsveitin heimsækir grunnskóla 

Þessa vikuna verður Sinfónían á ferð og flugi. Hljómsveitin skiptir sér í tvær sveitir sem heimsækja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og fjóra minni tónlistarhópa sem sækja eldri borgara heim.

Skóla- og stofnanaheimsóknirnar eru hluti af öflugu og fjölbreyttu fræðslustarfi SÍ en á hverju ári heldur hljómsveitin einnig fjölda skólatónleika í Hörpu fyrir nemendur af öllum skólastigum.