EN

2019

Fyrirsagnalisti

30. desember 2019 : Viðburðaríkt ár að baki og afmælisár framundan

Árið 2019 var viðburðaríkt hjá hljómsveitinni og er margs að minnast þegar litið er yfir tónlistarárið. Hljómsveitin hélt samtals 134 tónleika og viðburði á árinu og lék fyrir samtals 88 þúsund tónleikagesti, þar af 18.000 nemendur á skólatónleikum hljómsveitarinnar.

Lesa meira

13. desember 2019 : Hópferð á tónleika Sinfóníunnar í Edinborg 16. febrúar

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Edinborgar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Usher Hall 16. febrúar. Tryggðu þér besta verðið og skráðu þig í ferðina fyrir 1. janúar.

Lesa meira

12. desember 2019 : Fegurðin er útgangspunktur trúðsins

Kynnir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 14. og 15. desember er trúðurinn Barbara sem er leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Trúðurinn hefur notið mikilla vinsælda á tónleikum hljómsveitarinnar í áraraðir og í viðtali við Halldóru segist hún frá tilurð og hlutverki trúðsins.

Lesa meira

11. desember 2019 : Hvar er húfan mín? Aukatónleikar 25. apríl kl. 12

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukatónleikum á fjölskyldutónleikana Hvar er húfan mín? Sögurnar og söngvarnir úr ævintýrum Thorbjörns Egners hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil.

Gjafabréf á þessa vinsælu tónleika fást einnig í miðasölu Hörpu.

Lesa meira

30. nóvember 2019 : Laus staða verkefnastjóra sviðs- og tæknimála

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra sviðs- og tæknimála til starfa í öflugu starfsliði hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2019.

Lesa meira

20. nóvember 2019 : Komin heim eftir velheppnaða tónleikaferð

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velheppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis með Daníel Bjarnasyni, Víkingi Heiðari Ólafssyni og Radovan Vlatković. Hljómsveitin lék fyrir tæplega 10.000 tónleikagesti á fimm tónleikum í þremur borgum.

Lesa meira

15. nóvember 2019 : Á tónleikaferð í Þýskalandi og Austurríki

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tvenna tónleika fyrir fullu húsi í Hörpu með Víkingi Heiðari Ólafssyni, Radovan Vlatković og Daníel Bjarnasyni áður en hún hélt í tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis. Á ferðalaginu heldur hljómsveitin tónleika í München, Salzburg og Berlín. 

Fylgstu með ferðalaginu #IcelandSymphonyOnTour.

Lesa meira

15. nóvember 2019 : Nýr diskur með íslenskum hljómsveitarverkum kominn út

Diskurinn Concurrence með íslenskum hljómsveitarverkum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út hjá bandarísku útgáfunni Sono Luminus. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Sæunn Þorsteinsdóttir. Á disknum má finna verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld hljómsveitarinnar, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. 

Lesa meira

9. nóvember 2019 : Laus staða fjármálastjóra

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa í öflugu framkvæmda- og skrifstofuteymi hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember n.k.

Lesa meira

29. október 2019 : Skapað af gleði og ástríðu

Tónskáldin Daníel Bjarnason og Anna Þorvaldsdóttir gegna bæði stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Anna er á öðru ári sínu sem staðartónskáld hljómsveitarinnar og Daníel tók við stöðu aðalgestastjórnanda sveitarinnar. Bæði eiga þau verk á tveimur tónleikaferðum hljómsveitarinnar, til Þýskalands og Austurríkis í nóvember og Bretlands í febrúar 2020. Í upphafi starfsársins voru þau tekin tali og spurð út í hlutverk sín hjá hljómsveitinni og verkefnin framundan.

Lesa meira
Síða 1 af 7