EN

13. desember 2019

Hópferð á tónleika Sinfóníunnar í Edinborg 16. febrúar

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Edinborgar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í hinu glæsilega tónlistarhúsi Usher Hall í Edinborg 16. febrúar. Á tónleikunum leikur suður-kóreski píanistinn Yeol Eum Son píanókonsert fyrir vinstri eftir Ravel með hljómsveitinni undir stjórn Yan Pascal Tortelier. Með í för verður staðartónskáld hljómsveitarinnar, Anna Þorvaldsdóttir, en verk hennar Aeriality hljómar á öllum átta tónleikum sveitarinnar í Bretlandi dagana 8.-16. febrúar.

Nánar um tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Bretlands.

Hópferð Vinafélagsins er á vegum Reykjavík Culture Travel og kostar 122.000 kr. á mann í tvíbýli og 152.000 kr. á mann í einbýli*. Síðasti dagurinn til að bóka sig í ferðina er 8. janúar.

Flogið verður með Icelandair til Glasgow þar sem lent er þann 14. febrúar kl. 10:10. Þaðan verður farið með rútu til Edinborgar sem tekur rúma klukkustund. Flogið er heim frá Glasgow 18. febrúar kl. 12:30. Gist verður á Mercure Edinburgh Haymarket Hotel. Mercure er fjögurra stjörnu hótel staðsett um einn kílómetra frá tónleikahúsinu Usher Hall. Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum.

Fyrir bókanir og fyrirspurnir vinsamlegast sendið tölvupóst á info@reykjavikculturetravel.is.

 

Innifalið í verði er:

  • Flug fram og til baka með Icelandair.
  • Ferðir til og frá flugvellinum í Glasgow og á Mercure hótelið.
  • Gisting í fjórar nætur á Mercure 4* hótel með morgunverði.
  • Miðar á besta stað á tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands í Usher Hall.
  • Skoðunarferð um Usher Hall fyrir tónleikana.
  • Starfsmaður Reykjavík Culture Travel á staðnum meðan á ferðinni stendur.

 

* Verð miðast við gengi 10. desember 2019 og getur breyst ef umtalsverð breyting verður á gengi.