EN

2010

Fyrirsagnalisti

band308c

15. desember 2010 : Sinfóníuhljómsveitin fer í jólaheimsóknir

Þessa dagana fer Sinfóníuhjómsveit Íslands í jólaheimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin skiptir sér þá upp í minni strengjasveitir og blásarahópa sem fara á milli staða og leika létta og ljúfa jólatónlist. Farið hefur verið í þessar jólaheimsóknir árlega frá árinu 1985 og er þeirra beðið með eftirvæntingu jafnt af hjómsveitarmeðlimum og þeim sem á hlýða.
Lesa meira
tofra_listi

6. desember 2010 : Fimm vinningshafar -Töfraflautan

Í kjölfar skóla- og Tónsprotatónleika í október síðastliðnum, þar sem Töfraflauta Mozarts var flutt í styttri útgáfu, efndi Sinfóníuhljómsveit Íslands til samkeppni um tónleikaumfjöllun meðal ungra tónleikagesta.

Fimm vinningshafar hafa verið valdir úr þeim sem sendu inn tónleikaumfjöllun. Vinningshafar fá tvo miða á jólatónleika Sinfóníunnar 17. og 18. desember næstkomandi. Sinfónían þakkar öllum nemendum fyrir frábæra þátttöku og vonast til að sjá ykkur aftur á Sinfóníutónleikum sem fyrst.

Lesa meira
Kaufmann_listi

3. desember 2010 : Jonas Kaufmann á Listahátið í vor

Þýski tenórinn Jonas Kaufmann syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á Listhátíð 21. maí 2011. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hörpu. Jonas Kaufmann er einn frægasti óperusöngvari samtímans og hefur hlotið einróma lof fyrir flutning sinn í öllum helstu óperuhúsum heims. Kaufmann er fæddur í München í Þýskalandi árið 1969 og hóf feril sinn hjá Staatstheater Saarbrucken árið 1994. Síðan hefur hann sungið m.a. við Metropolitan-óperuna, Parísaróperuna, og við tónlistarhátíðirnar í Bayreuth og Salzburg. Nýverið hlaut hann mikið lof gagnrýnenda fyrir túlkun sína á Don José í Carmen og Cavaradossi í Toscu Puccinis í Covent Garden.

Lesa meira
maxi3_listi

3. desember 2010 : Maxímús í iPhone!

Hugbúnaðarhúsið Fancy Pants Global hefur gefið út tölvuleikinn Maximus Musicus fyrir iPhone, iPad og iPod Touch. Leikurinn er byggður á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar um forvitnu og tónelsku músina Maxímús Músíkús þar sem hann fræðist um heim tónlistarinnar og hljóðfæranna. Leikurinn samanstendur af  sjö smáleikjum sem koma inn á mismunandi þætti tónlistar og er unninn í nánu samstarfi við höfunda og aðstandendur músarinnar, Maximus Musicus ehf.

Lesa meira

30. nóvember 2010 : Tónleikakynning fyrir Mahler 02.12. kl.18

Vinafélag Sinfóníunnar stendur fyrir tónleikakynningu í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 18. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ mun fjalla í tali og tónum um hina stórbrotnu 5. Sinfóníu  Mahlers, sem er samin fyrir risavaxna hljómsveit með stækkuðum blásara- og slagverksdeildum

Lesa meira

30. nóvember 2010 : Úrslit í einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Einleikarakeppnin í ár fór fram í Háskólabíói 31. október síðastliðinn. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni, fjórir söngvarar og þrír hljóðfæraleikarar. Dómnefnd valdi þau Andra Björn Róbertsson, söngvara, Birgi Þórisson, píanóleikara og Jane Ade Sutarjo, píanóleikara til að koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum 13.  janúar kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Lesa meira
Gudny_Gudmundsdottir_CD

24. nóvember 2010 : Guðný Guðmundsdóttir – nýr hljómdiskur

Kominn er út tvöfaldur hljómdiskur með einleik Guðnýjar Guðmundóttur fiðluleikara með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fjórum einleikskonsertum.  Auk fiðlukonserta eftir Edward Elgar og Benjamin Britten leikur Guðný tvo konserta eftir íslensk tónskáld með austurrískar rætur, Herbert H. Ágústsson og Pál P. Pálsson. Upptökurnar eru frá árunum 1992 – 2001, en öll voru verkin frumflutt á Íslandi af Guðnýju og er hún sú eina sem hefur leikið opinberleg íslensku einleiksverkin.

Lesa meira
imageCA5XW72L

23. nóvember 2010 : Mynd- og hljóðdiskur með Hjaltalín og Sinfó

Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands héldu saman tónleika í Háskólabíói sumarið 2010. Óhætt er að fullyrða að tónleikarnir slógu rækilega í gegn því salurinn var meira en troðfullur á þremur töfrandi tónleikum, þar sem hvert sæti var löngu uppselt.

Lesa meira

15. nóvember 2010 : Tónleikakynning 18. nóvember

Vinafélag SÍ stendur fyrir tónleikakynningu í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 18. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ mun fjalla um píanókonsert í d-moll eftir Mozart og Sinfóníu nr. 1 eftir Beethoven í tali og tónum, og leitast við að útskýra hvernig snilld þessara tveggja meistara birtist í verkum þeirra.

Lesa meira
chaplin_kid_listi

11. nóvember 2010 : Chaplin - Maðurinn á bak við snilldarverkin

 

Charles Spencer Chaplin er einn af helstu frumkvöðlum kvikmyndanna og skipar hann sér á bekk með Edwin S. Porter og David Wark Griffith, en kvikmyndir hans eru fyrir löngu orðin viðurkennd listaverk og margar þeirra eru frægustu perlur kvikmyndasögunnar, hvort sem um er að ræða þöglar myndir eða talmyndir. 

Lesa meira
Síða 1 af 4