EN

  • band308c

15. desember 2010

Sinfóníuhljómsveitin fer í jólaheimsóknir

Þessa dagana fer Sinfóníuhjómsveit Íslands í jólaheimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin skiptir sér þá upp í minni strengjasveitir og blásarahópa sem fara á milli staða og leika létta og ljúfa jólatónlist. Farið hefur verið í þessar jólaheimsóknir árlega frá árinu 1985 og er þeirra beðið með eftirvæntingu jafnt af hjómsveitarmeðlimum og þeim sem á hlýða.

Í þessarri viku er hljómsveitin einnig að æfa fyrir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands en haldnir verða þrennir tónleikar 17. og 18. desember. Jólatónleikarnir hafa hlotið fastan sess í hátíðarundirbúningi yngstu kynslóðarinnar.