EN

Víkingur Heiðar Ólafsson

Staðarlistamaður

Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitarinnar starfsárið 2021–2022, er heimskunnur fyrir áhugaverða, djúpa og oft óhefðbundna túlkun sína. Hann hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir tónleika sína og hljómplötur, meðal annars Gramophone-verðlaunin, BBC Music Magazine-verðlaunin og Opus Klassik-verðlaunin.

Víkingur mun á starfsárinu 2020-21 leika þrjá nýja píanókonserta á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, eftir Thomas Adès, John Adams og Daníel Bjarnason. Tónskáldin sjálf munu stjórna verkum sínum og er þetta einstakt tækifæri til að heyra hið nýjasta í konsertsmíðum samtímans í túlkun tónskáldanna sjálfra.