EN

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Ólafur Kjartan Sigurðarson er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024/25. Hann stendur nú á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mörgum af virtustu óperuhúsum heims. Á fyrstu áskriftartónleikum starfsársins í september mun Ólafur Kjartan syngja valdar Wagneraríur undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra SÍ. Ólafur hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem Wagner túlkandi á heimsmælikvarða og farið með mörg hlutverk við hina virtu Bayreuth-hátíð í Þýskalandi. Í sömu viku gefst áhugasömum tækifæri til að kynnast hinni hliðinni á staðarlistamanni vetrarins á opinni kynningu í Norðurljósum. Þar verður Ólafur Kjartan tekinn tali en hann mun einnig syngja valdar óperuaríur með píanóundirleik. Í apríl fær Ólafur Kjartan til sín góða gesti í Óperuveislu þar sem hann og gestir hans munu flytja margar af eftir­ lætisaríum sínum með hljómsveitinni undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar.