EN

Wagner-veisla

með Ólafi Kjartani

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
5. sep. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 9.800 kr.
  • Efnisskrá

    Richard Wagner Forleikur að þriðja þætti úr Lohengrin
    Richard Wagner Was duftet doch der Flieder úr Die Meistersinger von Nürnberg
    Richard Wagner Forleikur að þriðja þætti úr Die Meistersinger von Nürnberg
    Richard Wagner Forleikur að Der fliegende Holländer
    Richard Wagner Die Frist ist um úr Der fliegende Holländer
    Richard Wagner Forleikur að Tännhauser (Parísarútgáfan)
    Richard Wagner Wotan‘s Abschied úr Die Walküre

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Ólafur Kjartan Sigurðarson

Tónleikakynning » 5. sep. kl. 18:00

Á fyrstu áskriftartónleikum starfsársins verður blásið til sannkallaðrar Wagner-veislu þar sem Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur stórbrotnar aríur úr nokkrum af dáðustu óperum Richards Wagner, auk þess sem grípandi og áhrifamiklir óperuforleikir meistarans fá að hljóma undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Ólafur Kjartan er staðarlistamaður hljómsveitarinnar í vetur, en hann hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem Wagnertúlkandi á heimsmælikvarða. Ólafur Kjartan hefur sungið burðarhlutverk í óperum Wagners í mörgum af helstu óperuhúsum heims, þar á meðal á hinni virtu Bayreuth-hátíð í Þýskalandi, sem Wagner stofnaði sjálfur utan um flutning verka sinna árið 1876. Ólafur Kjartan verður raunar nýkominn úr sinni fjórðu sumardvöl í Bayreuth þegar hann stígur á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands til þess að syngja tónlist Wagners.

Richard Wagner var sannkallaður byltingarmaður á sviði óperulistarinnar og hafði margvísleg áhrif á tónlistarsöguna. Þeirra áhrifa gætir enn í dag, jafnt í sinfónískri tónlist, óperum og tónlist fyrir kvikmyndir og tölvuleiki. Wagner umbreytti áferð óperuformsins, felldi söng og hljómsveitarmeðleik í eina heild og þróaði hugmyndir á borð við leiðarstefið, eða Leitmotiv, þar sem stef í tónlistinni eru látin tákna persónur eða fyrirbæri. Wagner leit á óperuna sem heildrænt listaverk, Gesamtkunstwerk, þar sem allar listgreinar rynnu saman. Hann skrifaði sjálfur líbrettó, eða sviðshandrit, ópera sinna og sótti efniviðinn gjarnan í forn-germanskan sagnaarf. Heillandi yrkisefnin — hetjur, kappar og valkyrjur — laða stöðugt nýja áheyrendur að óperunum, ekki síður en ómótstæðileg tónlistin.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.

Í tali og tónum með Ólafi Kjartani
Þriðjudaginn 3. september gefst áhugasömum tækifæri til að kynnast staðarlistamanni vetrarins. Ólafur Kjartan verður tekinn tali og mun einnig syngja valdar óperu aríur með píanó undirleik. Kynningin fer fram í Norður ljósum og er öllum opin.

Sækja tónleikaskrá