EN

Stefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur samþykkt stefnu sem gildir frá árinu 2024 til ársins 2027. Kjarninn í nýrri stefnu er að hljómsveitin sé framúrskarandi, framsækin og byggi á sterkum grunni. Með krafti og sveigjanleika styrki hjómsveitin stöðu sína sem menningar- og menntaafl sem á erindi við öll. Til þess að mæta þeim markmiðum hafa verið settar fram þrjár stefnuáherslur undir heitunum Sterkur grunnur, Framúrskarandi og Fyrir öll.

Hlutverk Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þjóðarhljómsveitarinnar, er að auðga tónlistarlíf landsins, efla áhuga og þekkingu á sígildri og samtímatónlist og veita landsmönnum og umheiminum tækifæri til þess að njóta hennar.

Gildi hljómsveitarinnar eru: Fagleg, Samheldin og Áhrifarík.

Að vinnu við stefnumótun hljómsveitarinnar komu fjölmargir aðilar. Fjölmennur fundur var haldinn með starfsfólki og ýmsum hag- og samstarfsaðilum og unnið úr niðurstöðum á minni rýnifundum með stjórn, starfsfólki og samstarfsaðilum.

Vinna við stefnumótunina var leidd af framkvæmdastjóra og markaðs- og kynningarstjóra í samstarfi við Stefán Sigurðsson, ráðgjafa frá Nordic.