Tónlistarnemar
Fyrirsagnalisti
Hljómsveitarstjóra-akademían
Í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands fá ungir og efnilegir stjórnendur tækifæri til að stjórna hljómsveitinni undir handleiðslu og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstóra.
Tónskáldastofa Yrkju
(Í endurskoðun)
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur tekið þátt í Yrkju frá árinu 2015. Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa og miðar að því að búa ný tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum.
Staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa undanfarin ár leiðbeint yrkju-tónskáldunum í tónskáldastofunni. Hljómsveitin hefur síðan frumflutt verk þeirra á opnum hádegistónleikum í Hörpu.
Ungsveit Sinfóníunnar
Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Undanfarin ár hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins tekið þátt í Ungsveitarnámskeiði SÍ og náð undraverðum árangri.
Ungir einleikarar
Einleikarakeppni SÍ og LHÍ
Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja.
Næstu tónleikar Ungra einleikara verða 26. apríl 2024.