EN

Tónlistarnemar

Fyrirsagnalisti

Samvinna við skólahljómsveitir

Spennandi verkefni eru unnin af Sinfóníuhljómsveitinni í samstarfi við ýmsa hópa yfir lengri tímabil. Síðan 2017 hefur hljómsveitin átt í samstarfi við Skólahljómsveit Kópavogs og hlaut samstarfsverkefnið Kópinn 2017, viðurkenningu menntaráðs Kópavogsbæjar, fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi.

Árin 2015-2017 átti hljómsveitin í samstarfi við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.

Lesa meira

Ungir einleikarar

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. 

Lesa meira