Hljómsveitarstjóra-akademían
Í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands fá ungir og efnilegir stjórnendur tækifæri til að stjórna hljómsveitinni undir handleiðslu og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstóra.
Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýjung í tónlistarnámi ungmenna á Íslandi, hljómsveitarstjóranám í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstóra.
Akademían er fyrst og fremst vettvangur nemenda sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng.