EN

17. september 2025

Hljómsveitarstjóraakademía 2025-2026

Opið fyrir umsóknir frá 1. október

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir hljómsveitarstjóraakademíu sína næsta haust.
Tekið verður við umsóknum frá 1.10.25-8.10.25. Umsóknina á að senda á hjordis@sinfonia.is
Allir þurfa að sækja um þátttöku, líka þeir sem voru með á síðasta námskeiði.

Tíu þátttakendum verður boðið að taka þátt í Akademíunni af þeim verður 5 boðið að stjórna á tónleikum í lok námskeiðsins. Akademían verður starfrækt frá 3.02.26-5.02.26.
Umsækjendur fá svar í byrjun nóvember nk. hvort þeir komist að í Akademíunni.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram: Tónlistarnám, aðalhljóðfæri, aldur og reynsla af hljómsveitar- og/eða kórastarfi, netfang og farsími. 

Hér má kynna sér dagskrá Hljómsveitarstjóraakademíunnar 2025-26.