EN

15. júlí 2024

Lára Sóley ráðin listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík

Stjórn Listahátíðar í Reykjavík hefur ákveðið að ráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu listræns stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík frá komandi hausti til fjögurra ára.

Lára Sóley hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2019 en stjórn hljómsveitarinnar framlengdi samninginn við hana árið 2023 til ársins 2027. Lára Sóley mun gegna starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhjómsveitar Íslands fram á haust.

“Það hefur verið afar gefandi og lærdómsríkt að sinna starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hjá hljómsveitinni starfar einstakur hópur fólks sem leggur mikið á sig til þess að færa okkur fjölbreytta og framúrskarandi tónlist. Ég er stolt af starfi Sinfóníunnar síðustu ár, þeim árangri sem náðst hefur og hlakka til að halda áfram samstarfi við hljómsveitina í nýju hlutverki, “ segir Lára Sóley.