Staða framkvæmdastjóra SÍ auglýst laus til umsóknar
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu á sviði stjórnunar, framúrskarandi samskiptahæfileikum og áhuga á sviði tónlistar.
Framkvæmdastjóri er ráðinn af stjórn hljómsveitarinnar til fjögurra ára í senn, starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi. Framkvæmdastjóri er talsmaður hljómsveitarinnar bæði innanlands og utan.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Dagleg starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ábyrgð gagnvart stjórn.
- Fjármálarekstur hljómsveitarinnar.
- Starfsmannamál.
- Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
- Þátttaka í stefnumótun og framfylgd hennar.
- Samningagerð.
- Samskipti við hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist i starfi.
- Haldgóð reynsla af fjármálum, stjórnun, samningagerð og rekstri skilyrði.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og metnaður í starfi.
- Þekking og áhugi á tónlist er nauðsynleg og reynsla af starfi á sviði menningar og lista er mikill kostur.
- Góð kunnátta i íslensku og ensku bæði i ræðu og riti.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hljómsveitin hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Hljómsveitin heldur úti metnaðarfullu fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika.
Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is
Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og listrænni sýn.
Nánari upplýsingar um starfið veita Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).