Fréttasafn
2010 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Páll Óskar & Sinfó - frábærar viðtökur
Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar hreint ótrúlegar viðtökur síðustu daga og Palla fyrir frábært samstarf. Uppselt var á ferna tónleika Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands enda er þar á ferð einn ástsælasti poppari þjóðarinnar. Páll Óskar og Sinfó munu endurtaka tónleikana í Hörpu á næsta starfsári, þannig að þeir sem misstu af þeim (og hinir sem vilja koma aftur) geta farið að hlakka til.
Lesa meira
Víóluleikarinn sem þorir, getur og vill
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands að þessu sinni eru að mörgu leyti mjög sérstakir. Ein ástæðan er sú að á tónleikunum kveður Guðný Guðmundsdóttir sveitina en hún á að baki 36 ára farsælt starf með hljómsveitinni.
Lesa meira
Konsertmeistari kveður hjómsveitina
Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu sem Guðný Guðmundsdóttir leikur sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ómetanlegt framlag Guðnýjar til Sinfóníuhljómsveitarinnar og íslensks tónlistarlífs.
Í 36 ár hefur hún leitt hljómsveitina úr sæti konsertmeistara, jafnframt því sem hún hefur skapað hljómsveitinni bjarta framtíð sem framúrskarandi kennari. Þá hefur Guðný reglulega komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni og frumflutt fjölmarga fiðlukonserta hér á landi, íslenska og erlenda.

Skólabörnum boðið á Töfraflautuna
Indira (Bess) í viðtali við Menningarpessuna
"Ég held að Bess sé flókin og viðkvæm og á vissan hátt má sjá hana í neikvæðu ljósi. Hún er brotin og Gershwin gefur henni ekki sína eigin aríu, eins og langflestar kvenhetjur óperubókmenntana fá, af ástæðu."
Lesa meiraNý stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands til næstu fjögurra ára.
Stjórnin er þannig skipuð:
Guðni Tómasson, skipaður formaður af mennta- og menningarmálaráðuneyti
Anna María Urbancic, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
Margrét Kristín Blöndal, tilnefnd af Reykjavíkurborg
Hrafnkell Orri Egilsson, tilnefndur af Starfmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sigursveinn Kr. Magnússon, tilnefndur af fjármálaráðuneyti
Ungsveit Sinfóníunnar að störfum
Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir í annað sinn til hljómsveitarnámskeiðs fyrir tónlistarnema. Markmiðið er að gefa íslenskum tónlistarnemum tækifæri til að kynnast hinum sinfóníska heimi undir leiðsögn þeirra fremst í greininni. Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni verða Nótt á nornagnípu eftir Músorgskíj og Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj. Rumon Gamba leiðbeinir á námskeiðinu ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveitinni. Náðseiðið er dagana 18. september - 2. Október og er nemendum að kostnaðarlausu. Því líkur með tónleikunum Ungsveitarinnar í Háskóabíói laugardaginn 2. október. Kl. 17.00.
Lesa meiraMargt um manninn á opnu húsi
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð gestum og gangandi í opið hús laugardaginn 4. september. Húsfylli var í Háskólabíói en þar voru ýmsir skemmtilegir atburðir á dagskrá og efnisskrá vetrarins kynnt. Víkingur Heiðar lék einleik með hljómsveitinni og spjallaði við gesti um lífið og listina eftir tónleikana.
Lesa meiraUppselt á Pál Óskar - Aukatónleikar
Almenn miðasala hafin
Sala áskriftakorta er enn í fullum gangi og hefur hún farið ótrúlega vel af stað. Sala korta stefnir í það að vera mjög mikil og slá öll fyrri sölumet. Það er því um að gera að tryggja sér sæti á tónlistarveislu vetrarins sem fyrst. Lesa meira