EN

7. október 2010

Indira (Bess) í viðtali við Menningarpessuna

indira_stor"Ég held að Bess sé flókin og viðkvæm og á vissan hátt má sjá hana í neikvæðu ljósi.  Hún er brotin og Gershwin gefur henni ekki sína eigin aríu, eins og langflestar kvenhetjur óperubókmenntana fá, af ástæðu.  Það er  hans leið til að segja hlustandanum að einverustundirnar eru það sem hún vill fyrir alla muni forðast.  Líf hennar er stöðug leit af félagskap og þegar öllu er á botninn hvolft gildir einu hvort hann er góður eður ei.“ 

Þessi orð velur Indira Mahjal til að lýsa Bess fyrir Menningarpressunni en bandaríska söngkoman kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Porgy and Bess, í kvöld kl 19.30 í Háskólabíói.

Lesa viðtal á Menningarpressunni