EN

2010 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

24. ágúst 2010 : VÍS gerist aðalstyrktaraðili SÍ

VÍS og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa undirritað samning um að VÍS verði einn af aðalstyrktaraðilum hljómsveitarinnar næstu þrjú starfsárin. Það voru Guðmudur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS og Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar sem undirrituðu samstarfssamninginn sem gildir til ársins 2013.

Lesa meira

16. júlí 2010 : Tónverk til flutnings við opnun Hörpu

 

Tónlistarhúsið Harpa og Sinfóníuhljómsveit Íslands efna til samkeppni um nýtt tónverk sem frumflutt verður við opnunarhátíð Hörpu í maí 2011.

 

Miðað er við að tónverkið sé 5-10 mínútur að lengd og skal það samið fyrir sinfóníuhljómsveit (að hámarki 3.3.3.3. 4.3.3.1, 3slv + pákur, píanó/selesta, harpa, strengir). Verkið skal hæfa tilefninu og er mælst til þess að höfundar notfæri sér hin ýmsu fjölbreyttu litbrigði sinfóníuhljómsveitarinnar.

 

Verðlaunafé er kr. 1.000.000.

Lesa meira

30. júní 2010 : Harpa opnar 4. maí 2011

Harpa verður formlega opnuð þann 4. maí 2011með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Föstudaginn 13. maí verður glæsileg opnunardagskrá sem sjónvarpað verður beint í Ríkissjónvarpinu. Opnunardagskráin verður kynnt í haust en þar verður boðið upp á fjölbreytta tónlistarviðburði. Vladimir Ashkenazy og Jasper Parrott eru listrænir ráðgjafar Hörpu auk Listráðs Hörpu.

Lesa meira

25. maí 2010 : Óperuveisla Kristins 5. júní - Uppselt

Varla hefur nokkur íslenskur óperusöngvari náð jafn langt í sínu fagi og Kristinn Sigmundsson, sem er fastagestur í virtustu óperuhúsum heims og fær hvarvetna mikið lof fyrir flutning sinn. Nýlega söng hann hlutverk Ochs baróns í Rósariddaranum við Metropolitan-óperuna. Tónleikarnir eru í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og fara fram í Háskólabíói laugardaginn 5. júní kl. 17. 

Lesa meira

12. maí 2010 : Prufuspil í Ungsveitina

Þessa dagana standa yfir prufuspil í Ungsveit Sinfóníuhjómsveitar Íslands. Alls koma 115 tónlistarnemendur í prufuspil, flestir á aldrinum 12-22 ára. Alls verða 80 þeirra valin til þátttöku í sveitinni. Í prufuspilinu þarf hver nemandi að leika undirbúið verk að eigin vali #um 5 mínútur að lengd# og valda staði úr 4. sinfóníu Tsjajkovskíjs.  Dómnefndir eru skipaðar leiðandi hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands,og í prufuspilunum leika nemendur á bak við skerm til þess að tryggja algjört hlutleysi þegar kemur að úrskurði dómnefndanna.

Lesa meira

5. maí 2010 : Vinafélagskynning og aðalfundur 6. maí

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur tónleikakynningu á undan Sinfóníutónleikum fimmtudagskvöldið 6. maí nk. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ fjallar um Vorsinfóníuna eftir Schumann og píanókonsert nr. 1 eftir Brahms, auk þess sem hann segir frá því sem ber hæst á næsta starfsári hljómsveitarinnar. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18. Hægt er að kaupa ljúffenga súpu á 1500 kr. Allir eru velkomnir.

Aðalfundur Vinafélags SÍ verður haldinn fyrir kynninguna og hefst hann kl. 17.30.

Lesa meira

21. apríl 2010 : SÍ fær 5 stjörnur hjá tónlistartímariti BBC

Kominn er á markað þriðji hljómdiskurinn í útgáfuröð breska plötuforlagsins Chandos þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónverk eftir Vincent d'Indy. Á diskinum er að finna þriðju sinfóníu tónskáldsins auk smærri verka, meðal annars Choral Varié fyrir saxófón og hljómsveit, þar sem Sigurður Flosason fer með einleikshlutverkið. Stjórnandi á diskinum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi SÍ.

Lesa meira

21. apríl 2010 : Á sjötta þúsund gestir sáu Maxímús Músíkús!

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt ferna leikskólatónleika 16. og 17. apríl fyrir tæplega 4000 börn. Laugardaginn 17. apríl var svo uppselt á tvenna fjölskyldutónleika kl. 14 og 17.

Lesa meira

24. mars 2010 : Kynning - Dafnis og Klói 25/03

 Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og tónlistarstjóri SÍ heldur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um verkin á tónleikunum á súpufundi sem haldin er á Kaffitorginu í Safnaðarheimili Neskirkju kl. 18.00 á tónleikadag. 
Aðgangur er ókeypis - allir velkomnir.
Þeir sem vilja geta keypt ljúffenga súpu á aðeins 1.500 krónur.

Lesa meira