EN

24. ágúst 2010

VÍS gerist aðalstyrktaraðili SÍ

VÍS og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa undirritað samning um að VÍS verði einn af aðalstyrktaraðilum hljómsveitarinnar næstu þrjú starfsárin.

visÞað voru Guðmudur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS og Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar sem undirrituðu samstarfssamninginn sem gildir til ársins 2013.

“Það er okkur hjá VÍS mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að styðja metnaðarfullt starf Sinfóníuhljómsveitarar Íslands og að stuðla þannig að því að hljómsveitin verði áfram sá grundvöllur listalífs í landinu sem þjóðin öll getur verið stolt af. Framundan eru spennandi verkefni og flutningur hljómsveitarinnar í nýja tónlistarhúsið Hörpu markar tímamót sem við hjá VÍS horfum til með eftirvæntingu og tilhlökkun eins og aðrir landsmenn,” segir Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS.

Á undaförnum árum hafa styrkveitingar verið ríkur þáttur í samfélagsverkefnum VÍS. Þannig hefur fyrirtækið styrkt margvísleg verkefni á sviði mannúðarmála, menningar, forvarna auk íþrótta-og æskulýðsmála. Samningurinn sem félagið gerir nú við Sinfóníuhljómsveit Íslands er hins vegar fyrsti samstarfssamningur þessara aðila.

„Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því að fá til liðs við sig jafn öflugan samstarfsaðila og VÍS, sem lætur sig varða menningu og listir í landinu. Nú þegar á móti blæs í efnahagslífinu er stuðningur fyrirtækja og almennings við listalífið í landinu líklega mikilvægari en nokkru sinni,“ segir Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.