EN

5. maí 2010

Vinafélagskynning og aðalfundur 6. maí

supa_gulVinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur tónleikakynningu á undan Sinfóníutónleikum fimmtudagskvöldið 6. maí nk. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ fjallar um Vorsinfóníuna eftir Schumann og píanókonsert nr. 1 eftir Brahms, auk þess sem hann segir frá því sem ber hæst á næsta starfsári hljómsveitarinnar.

Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18.

Hægt er að kaupa ljúffenga súpu á 1500 kr. Allir eru velkomnir.

Aðalfundur Vinafélags SÍ verður haldinn fyrir kynninguna og hefst hann kl. 17.30.