EN

25. maí 2010

Óperuveisla Kristins 5. júní - Uppselt

kristinn_listi2

Varla hefur nokkur íslenskur óperusöngvari náð jafn langt í sínu fagi og Kristinn Sigmundsson, sem er fastagestur í virtustu óperuhúsum heims og fær hvarvetna mikið lof fyrir flutning sinn. Nýlega söng hann hlutverk Ochs baróns í Rósariddaranum við Metropolitan-óperuna. Tónleikarnir eru í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og fara fram í Háskólabíói laugardaginn 5. júní kl. 17.