EN

5. september 2010

Margt um manninn á opnu húsi

sinfo_058Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð gestum og gangandi í opið hús laugardaginn 4. september. Húsfylli var í Háskólabíói en þar voru ýmsir skemmtilegir atburðir á dagskrá og efnisskrá vetrarins kynnt. Víkingur Heiðar lék einleik með hljómsveitinni og spjallaði við gesti um lífið og listina eftir tónleikana.

Tónlistarsmiðja barnanna var fullskipuð áhugasömum börnum sem tóku þátt að skapa tónlist undir leiðsögn tónlistarkennara. Í stóra salnum var ævintýrið um Tobba túbu flutt þar sem Halldóra Geirharðsdóttir eða trúðurinn Barbara var í hlutverki sögumanns. Í lok tónleikana fékk ungur og efnilegur drengur að stjórna hljómsveitinni efir að nafn hans var dregið úr potti. Stjórnaði hann af miklum myndugleika þó hann væri ekki hár í loftinu.