EN

30. nóvember 2010

Tónleikakynning fyrir Mahler 02.12. kl.18

supa_raudVinafélag Sinfóníunnar stendur fyrir tónleikakynningu í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 18. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ mun fjalla í tali og tónum um hina stórbrotnu 5. Sinfóníu  Mahlers, sem er samin fyrir risavaxna hljómsveit með stækkuðum blásara- og slagverksdeildum


Kynningarnar njóta mikilla vinsælda meðal tónleikagesta og margir hafa á orði að þær séu ómissandi hluti af tónleikaupplifuninni. Hægt er að kaupa súpu og kaffi á vægu verði undan kynningunni, sem lýkur um kl. 19.

Allir eru velkomnir.