EN

  • tofra_listi

6. desember 2010

Fimm vinningshafar -Töfraflautan

Í kjölfar skóla- og Tónsprotatónleika í október síðastliðnum, þar sem Töfraflauta Mozarts var flutt í styttri útgáfu, efndi Sinfóníuhljómsveit Íslands til samkeppni um tónleikaumfjöllun meðal ungra tónleikagesta.

Fimm vinningshafar hafa verið valdir úr þeim sem sendu inn tónleikaumfjöllun. Vinningshafar fá tvo miða á jólatónleika Sinfóníunnar 17. og 18. desember næstkomandi. Sinfónían þakkar öllum nemendum fyrir frábæra þátttöku og vonast til að sjá ykkur aftur á Sinfóníutónleikum sem fyrst.

Eyjólfur Andri Arason 4.AG, Flataskóli

Halla Margrét og Kári Björn 8 og 5 ára, Reykjavík

Helena Rut Ólafsdóttir 6.BH, Álfhólsskóli

Karen Eva Kristjánsdóttir 7.SEÓ, Álfhólsskóli

Sigurrós Arcy Árnýjardóttir 4.KF, Flataskóli