EN

11. desember 2019

Hvar er húfan mín? Aukatónleikar 25. apríl kl. 12

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukatónleikum á fjölskyldutónleikana Hvar er húfan mín? 25. apríl kl. 12. Sögurnar og söngvarnir úr ævintýrum Thorbjörns Egners hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil og eru söngvar og persónur ævintýrana meðal okkar skemmtilegustu heimilisvina. Gestgjafar verða hinir landsþekktu leikarar og söngvarar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson og Örn Árnason ásamt Skólakór Kársness. Jóhann G. Jóhannsson hefur útsett lögin fyrir hljómsveitina og um tónsprotann heldur Marit Strindlund.

Taktu daginn snemma og tryggðu fjölskyldunni miða á aukatónleikana kl. 12:00. Athugið að ekki verður bætt við fleiri tónleikum.

Kaupa miða á tónleikana

Í miðasölu Hörpu fæst einnig gjafabréf á þessa vinsælu tónleika.
Nánar um gjafakort Sinfóníunnar