EN

9. nóvember 2019

Laus staða fjármálastjóra

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa í öflugu framkvæmda- og skrifstofuteymi hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember n.k.

Nánar um starfið og menntunar- og hæfniskröfur hér

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið.