EN

30. nóvember 2019

Laus staða verkefnastjóra sviðs- og tæknimála

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra sviðs- og tæknimála til starfa í öflugu starfsliði hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Starfssvið

  • Ábyrgð á áætlun og þarfagreiningu sviðs- og tæknimála SÍ í tengslum við æfingar, tónleika og tónleikaferðir.
  • Sviðsþjónusta, skipulag á uppsetningu og breytingum á sviði.
  • Skipulag vinnutíma og verkaskiptingar sviðs- og tæknifólks.
  • Umsjón með hljóðfærum í eigu hljómsveitar og flutningi þeirra.
  • Ábyrgð á viðhaldi og viðgerðum muna og innréttinga SÍ.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla og/eða menntun á sviði stjórnunar og verkstýringar.
  • Reynsla af áætlanagerð og þarfagreiningu sviðs- og tæknimála.
  • Þekking á hljóðfæraskipan og sviðsuppsetningu sinfóníuhljómsveita kostur.
  • Þekking á sértækum tölvukerfum sem nýtast í starfi kostur.
  • Skipulags- og samskiptahæfni.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember n.k. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn og starfsferilskrá á starf@sinfonia.is

Nánri upplýsingar veitir Una Eyþórsdóttir, mannauðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (una@sinfonia.is) í síma 898-5017.

---

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið.Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Aðsetur Sinfóníuhljómsveitarinnar er í Hörpu.