EN

2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

8. júlí 2013 : Anna Sigurbjörnsdóttir ráðin tónleikastjóri

Anna Sigurbjörnsdóttir hefur verið ráðin tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 15. ágúst næstkomandi.

 

Anna lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1991 og Cand.mag. gráðu frá Tónlistarháskólanum í Osló árið 1995. Sem hornleikari hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi um árabil sem lausamaður í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1988, leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar frá 1990  og í sýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Auk þessa hefur Anna víðtæka reynslu af tónlistarkennslu og komið að skipulagningu ýmissa tónlistarviðburða í gegnum árin.

 

Anna lauk nýverið meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Lesa meira
Kitajenko_stor

13. júní 2013 : Nýtt starfsár 2013-2014 kynnt

Dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á næsta starfsári 2013-2014 er fjölbreytt og glæsileg. Boðið er upp á spennandi blöndu af sígildum hljómsveitarverkum, litríkum einleikskonsertum, léttri klassík, nýrri tónlist ásamt barna- og fjölskyldutónleikum.

Hljómsveitin býður marga stjórnendur velkomna, sem allir eiga það sameiginlegt að vera í fremstu röð, þeirra á meðal Jun Märkl, Andrew Manze, Christian Mandeal og Leo Hussein. Sjálfur Dmitri Kitajenko hefur starfsárið með tveimur rússneskum perlum sem hann túlkar með óviðjafnanlegum hætti. Auk þess er sérstök ánægja að taka á móti hljómsveitarstjórum sem hafa áður stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni, eins og Ilan Volkov aðalhljómsveitarstjóra, Eivind Aadland, Matthew Halls og Markus Poschner. Starfsárið er svo fullkomnað með okkar ástsælu meisturum, Vladimir Ashkenazy og Gennady Rosdestvenskíj, sem hvor um sig mun stjórna hrífandi verkum á borð við fyrstu sinfóníu Brahms og tíundu sinfóníu Sjostakovitsj.

Lesa meira

25. maí 2013 : Stöður tónleika- og tónlistarstjóra lausar til umsóknar

TÓNLEIKASTJÓRI ber ábyrgð á skipulagningu tónleikahalds hljómsveitarinnar og framkvæmd tónleika. Hann sér um samninga við umboðsskrifstofur og annast samningagerð við listamenn og þá sem koma að tónleikum. Hann hefur yfirumsjón með sviðsmálum og öðrum praktískum málum vegna tónleikahalds á sviði og í sal. Tónleikastjóri hefur yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd tónleikaferða. Hann vinnur náið með tónlistarstjóra og listrænum stjórnanda að mótun tónleikadagskrár. Tónleikastjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

TÓNLISTARSTJÓRI leggur drög að dagskrá komandi starfsára Sinfóníu-hljómsveitarinnar og gerir tillögur um hljómsveitarstjóra og aðra listamenn, sem koma fram með hljómsveitinni. Hann annast samskipti við umboðsskrifstofur, bókar listamenn og gerir drög að verkefnavali. Tónlistarstjóri starfar náið með listrænum stjórnanda við að framfylgja listrænni stefnu Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann kemur að ritun fræðsluefnis og öðrum textaskrifum, styður við fræðslustarf hljómsveitarinnar ásamt því að taka þátt í kynningarstarfi með ýmsum hætti. Tónlistarstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra.
Lesa meira
arna_stor

17. maí 2013 : Arna Kristín Einarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að ráða Örnu Kristínu Einarsdóttur sem framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september næstkomandi. Ráðið er í starfið til fjögurra ára.

Arna Kristín hefur verið tónleikastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2007.  Áður starfaði hún við skipulagningu menningarviðburða hjá Hafnarfjarðarbæ og í Norræna húsinu. Þá hefur hún starfað sem flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi. Arna er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að hafa lokið framhaldsmenntun í þverflautuleik í Bandaríkjunum og Bretlandi .
 
Arna tekur við af Sigurði Nordal sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fjögur ár og líkur starfstíma hans 1. september nk.

Lesa meira

17. maí 2013 : Umsóknir um starf framkvæmdarstjóra

Þann 7. maí síðastliðinn var auglýst til umsóknar staða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Umsækjendur um stöðuna voru tuttugu talsins, en fjórir drógu umsóknir sínar til baka vegna ákvæða um nafnbirtingu í upplýsingalögum.

 Umsækjendur um stöðuna voru:

 Arna Kristín Einarsdóttir

Árni Helgason

Gerður Ríkharðsdóttir

Gunnar Guðbjörnsson

Indriði Jósafatsson

Ingibjörg Sigurðardóttir

Jón Gunnar Borgþórsson

Jón Pálsson

Kjartan Már Kjartansson

Kristján Eiríksson

Njörður Sigurjónsson

Pétur Ó. Stephensen

Sigríður Ásta Árnadóttir

Sigrún Kjartansdóttir

Steinar Almarsson

Una Sveinsdóttir

Lesa meira

13. maí 2013 : Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika 2013

Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2013 verða haldnar föstudaginn 27. september kl. 16:00 á 4. hæð í Hörpu. Í ár er leitað eftir þremur trompetleikurum í mið- eða framhaldsstigi til að flytja Bugler‘s Holiday eftir Leroy Anderson með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í viðhengi eru nótur fyrir 1. trompet sem leika þarf í áheyrnarprufunni.

Áhugasamir sendi póst á hjordis@sinfonia.is og tilgreini nafn, aldur, netfang, símanúmer og námsferil í tónlistarnámi.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 18. september 2013.

Nánari upplýsingar veitir Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands  í síma 545 2504 eða á netfangið hjordis@sinfonia.is. S: 545 2504/898 8934

Lesa meira
ccp_stor

23. apríl 2013 : Sinfónían spilar tónlist Eve Online

Tölvuleikur CCP, EVE Online, og sá sýndarheimur sem byggður hefur verið upp í leiknum fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Tímamótunum verður fagnað á tíundu Fanfest hátíðinni sem fram fer í Hörpu dagana 24.-27. apríl þar sem einn af hápunktunum eru opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leika mun tónlist úr leiknum miðvikudaginn 24. apríl kl.. 21.00 í Eldborgarsal Hörpu.
 
Þetta verður ekki einungis í fyrsta sinn sem tónlistin úr EVE verður spiluð af sinfóníuhljómsveit, heldur verður þetta einnig fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun spila tónlist úr tölvuleik.

Lesa meira
tectonics_pass

15. apríl 2013 : Sala hátíðarpassa hafin á Tectonics

Tectonics tónlistarhátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldin í annað sinn dagana 18. til 20. apríl í Hörpu. Ilan Volkov, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er aðalhvatamaður og listrænn stjórnandi hátíðarinna.

Tectonics er vettvangur tónlistarlegra tilrauna, framkvæmdum af einstaklega fjölbreyttum hópi flytjenda úr hinum ýmsu geirum tónlistarinnar. Framúrstefnufólk mun vinna með hinni „hefðbundnu“ sinfóníuhljómsveit, atvinnumenn munu vinna með áhugafólki, nemendur með reyndum tónskáldum.

Heiðursgestur hátíðarinnar verður Christian Wolff, eitt merkasta stefnutónskáld Bandaríkjanna á tuttugustu öld. Fjölmörg verka hans verða flutt á hátíðinni.

Sinfóníuhljómsveitin mun frumflytja verk eftir Eyvind Kang, Jessiku Kenney, Hildi Guðnadóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Atla Ingólfsson, Þráin Hjálmarsson og Guðmund Stein Gunnarsson.

Meðal einleikara með hljómsveitinni verða Víkingur Heiðar Ólafsson og ísraelski klarínettuleikarinn Chen Halevi.

Lesa meira
tectonics_sinfonia.is_308x204

9. apríl 2013 : Taktu þátt í Tectonics tónleikum 20. apríl

Auglýst eftir þátttakendum til að flytja verk Pauline Oliveros „Willowbrook, generations and reflections“ á tónleikum á Tectonics í hótelgrunninum suðvestan við Hörpu, laugardaginn 20. apríl kl. 17.00.
Allir geta tekið þátt með órafmögnuð hljóðfæri eða bara sína eigin rödd. Ekki er nauðsynlegt að kunna að lesa nótur. Allt verkið er spunnið út frá bendingum stjórnenda. Þrír hljómsveitarstjórar stjórna verkinu, Ilan Volkov aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, Áki Ásgeirsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson.

Allir áhugasamir eru boðaðir á tvær æfingar í Hörpu, miðvikudaginn 10. apríl kl. 19.30 – 22 og miðvikudaginn 17. apríl frá 18 – 20.
Hægt er að sækja lýsingu á verkinu á tectonicsfestival.com

Lesa meira

7. apríl 2013 : Staða framkvæmdastjóra SÍ auglýst laus til umsóknar

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar frá og með 1. september 2013 til næstu fjögurra ára

Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ber ábyrgð gagnvart stjórn. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur og er talsmaður stofnunarinnar innanlands og utan, m.a. gagnvart rekstraraðilum. Hann sinnir stefnumótun og áætlanagerð, og öðru því er fellur undir verksvið framkvæmdastjóra. Stjórn ræður framkvæmdastjóra til fjögurra ára í senn í samræmi við lög um Sinfóníuhljómsveit Íslands nr. 36/1982.

Lesa meira