EN

  • tectonics_sinfonia.is_308x204

9. apríl 2013

Taktu þátt í Tectonics tónleikum 20. apríl

Auglýst eftir þátttakendum til að flytja verk Pauline Oliveros „Willowbrook, generations and reflections“ á tónleikum á Tectonics í hótelgrunninum suðvestan við Hörpu, laugardaginn 20. apríl kl. 17.00.

Allir geta tekið þátt með órafmögnuð hljóðfæri eða bara sína eigin rödd. Ekki er nauðsynlegt að kunna að lesa nótur. Allt verkið er spunnið út frá bendingum stjórnenda. Þrír hljómsveitarstjórar stjórna verkinu, Ilan Volkov aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, Áki Ásgeirsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson.

Allir áhugasamir eru boðaðir á tvær æfingar í Hörpuhorninu á 2. hæð í Hörpu fyrir framna Eldborg:
miðvikudaginn 10. apríl kl. 19.30 – 22
miðvikudaginn 17. apríl frá 18 – 20.

Hægt er að sækja lýsingu á verkinu á tectonicsfestival.com

Ekki missa af einstöku tækifæri og vertu með!


l