Fréttasafn
2013 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Nadja Michael syngur í stað Voigt á tónleikum 22. mars
Bandaríska sópransöngkona Deborah Voigt hefur afboða komu sína á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands föstudaginn 22. mars vegna veikinda. Í hennar stað syngur þýska söngkona Nadja Michael sem er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme sem er á efnisskrá tónleikanna.
Lesa meiraNicola Lolli konsertmeistari 14. mars
Konsertmeistari á tónleikunum í kvöld er Nicola Lolli, en hann hefur verið ráðinn til reynslu í stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun gegna stöðunni við hlið Sigrúnar Eðvaldsdóttur á næstu mánuðum. Nicola Lolli er fæddur á Ítalíu árið 1980 og er menntaður í fiðluleik frá tónlistarháskólunum í Vín, Lübeck og Granz. Undanfarið hefur hann verið aðstoðarkonsertmeistari hjá Santa Cecilia sinfóníuhljómsveitinni í Róm, auk þess sem hann er konsertmeistari Salieri kammersveitarinnar í sömu borg. Nicola Lolli hefur í nokkur skipti setið í sæti 1. konsertmeistara á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á undanförnum mánuðum, m.a. á opnunartónleikum starfsársins í haust.
Lesa meira
Maxi í Berlin og Washington
Nú á laugardag, 23. febrúar, verður nýjasta sagan um Maxa, Maxímús Músíkús bjargar ballettinum, flutt í einu frægasta tónleikahúsi heims, Fílharmóníunni í Berlín. Það er Fílharmóníuhljómsveit Berlínar, Berliner Philharmoniker, sem bókaði músina til þess að koma og skemmta Berlínarbúum og fékk einn af kammerhópunum sem starfa innan hljómsveitarinnar, Ensemble Berlin, til þess að leika tónlistina í nýrri kammerútsetningu sem gerð var sérstaklega af þessu tilefni. Miðar á tónleikana seldust upp á tveimur tímum.

Skólabörnum boðið í Náttfatapartý
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur uppi metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir yngri kynslóðina og liður í því eru árlegir skólatónleikar.
Dagana 20. og 21. febrúar heldur Sinfóníuhljómsveitin ferna skólatónleika fyrir nemendur í 3. - 7. bekk grunnskóla. Boðið veður í Náttfatapatý að þessu sinni og eins í öllum náttfatapartíum þarf góða draugasögu, eitthvað til að halda fólki vakandi, allavega í smástund.
Lesa meira
Sinfónían leikur í Kennedy Center
Sinfóníuhljómsveit Íslands er boðið á Norrænu menningarhátíðina Nordic Cool sem Kennedy Center í Washington DC stendur fyrir dagana 19. febrúar til 17. mars 2013.
Sinfóníuhljómsveit Íslands flýgur vestur um haf með spennandi efnisskrá í farteskinu. Af fjórum tónverkum efnisskrárinnar eru tvö íslensk tónverk, nýtt verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og AERIALITY eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem frumflutt var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2011. Anna Þorvaldsdóttir hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nú í vor fyrir verkið Dreymi sem einnig var frumflutt af Sinfóníuhljómsveitinni. Efnisskrána fullkomna svo tvö skandínavísk tónverk, píanókonsert í a-moll eftir Edvard Grieg og Lemminkäinen-svítan op. 22 eftir Jean Sibelius.
Lesa meiraÁheyrnarprufur fyrir einsöngvara
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur áheyrnarprufur fyrir einsöngvara laugardaginn 23. febrúar 2013.
Valið verður í áheyrnarprufur út frá hljóðritum þátttakenda og er áhugasömum bent á að senda inn upptökur með söng sínum
fyrir mánudaginn 28. janúar 2013 til:
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Hörpu, Austurbakka 2
101 Reykjavík
Merkt: Einsöngur
Nánari upplýsingar:
Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri
545 2506 / arna@sinfonia.is.
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir