EN

  • artfest_group_stor

22. mars 2013

Dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveitin á Listahátíð í Reykjavík   

Dansar í Eld­borg: Stra­vin­skíj í 100 ár

Lista­há­tíð leiðir saman Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og Íslenska dans­flokk­inn í vor, sem dansar í fyrsta sinn við lif­andi tón­listar­flutn­ing á Eld­borg­ar­sviði Hörpu. Hljóm­sveitin og dans­flokk­ur­inn flytja saman tvö af danstón­verkum Stra­vin­skíjs, Vor­blótið og Petrúska. Verk hins unga Igors mörk­uðu djúp spor í tón­list­ar­sög­una fyrir 100 árum, á einu frjó­asta tíma­bili í list­sköpun 20. aldar. Í fyrsta sinn gefst færi á að sjá og heyra danstón­verk hans á Lista­há­tíð í Reykja­vík, í túlkun tveggja af fremstu dans­höf­undum Íslands og Finn­lands og undir stjórn eins þekkt­asta hljóm­sveit­ar­stjóra Frakklands.

Það er ekki á hverjum degi sem tæki­færi gefst til að upp­lifa dans­sýn­ingu við lif­andi flutn­ing sin­fón­íu­hljóm­sveitar, hlýða á tón­verk sem breytt hafa tón­list­ar­sög­unni, sjá frum­flutn­ing á kraft­miklu nýju, íslensku dans­verki og sígilda en fram­sækna dans­sýn­ingu með sögu og boð­skap. Dansar í Eld­borg: Stra­vin­skíj í 100 ár er sam­starfs­verk­efni Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands, Íslenska dans­flokks­ins, Hörpu og Lista­há­tíðar í Reykjavík.

Miðasala hefst á mánudag kl. 12.00