EN

14. mars 2013

Nicola Lolli konsertmeistari 14. mars 

Konsertmeistari á tónleikunum í kvöld er Nicola Lolli, en hann hefur verið ráðinn til reynslu í stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun gegna stöðunni við hlið Sigrúnar Eðvaldsdóttur á næstu mánuðum. Nicola Lolli er fæddur á Ítalíu árið 1980 og er menntaður í fiðluleik frá tónlistarháskólunum í Vín, Lübeck og Granz. Undanfarið hefur hann verið aðstoðarkonsertmeistari hjá Santa Cecilia sinfóníuhljómsveitinni í Róm, auk þess sem hann er konsertmeistari Salieri kammersveitarinnar í sömu borg. Nicola Lolli hefur í nokkur skipti setið í sæti 1. konsertmeistara á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á undanförnum mánuðum, m.a. á opnunartónleikum starfsársins í haust.