EN

7. apríl 2013

Staða framkvæmdastjóra SÍ auglýst laus til umsóknar

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar frá og með 1. september 2013 til næstu fjögurra ára

Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ber ábyrgð gagnvart stjórn. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur og er talsmaður stofnunarinnar innanlands og utan, m.a. gagnvart rekstraraðilum. Hann sinnir stefnumótun og áætlanagerð, og öðru því er fellur undir verksvið framkvæmdastjóra. Stjórn ræður framkvæmdastjóra til fjögurra ára í senn í samræmi við lög um Sinfóníuhljómsveit Íslands nr. 36/1982.

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið. Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir viðamiklu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Starfsstöð Sinfóníuhljómsveitarinnar er í tónlistarhúsinu Hörpu.

Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er háskólamenntunar, sem nýtist í starfi auk yfirgripsmikillar kunnáttu og reynslu á sviði reksturs og stjórnunar. Góðrar íslensku- og enskukunnáttu er krafist bæði í ræðu og riti, jafnframt er almenn þekking á tónlist og íslensku tónlistarlífi mikilvæg. Áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni, frumkvæði og fylgni til framkvæmda.

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf.

Guðný Harðardóttir, gudny@stra.is veitir nánari upplýsingar, en viðtalstími er frá kl. 13-15. Vinsamlega sendið starfsferilskrár til stra@stra.is ásamt viðeigandi prófgögnum.inmál