EN

13. maí 2013

Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika 2013

Jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands

 

 

Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2013 verða haldnar föstudaginn 27. september kl. 16:00 á 4. hæð í Hörpu.  

Í ár er leitað eftir þremur trompetleikurum í mið- eða framhaldsstigi til að flytja Bugler‘s Holiday eftir Leroy Anderson með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í viðhengi eru nótur fyrir 1. trompet sem leika þarf í áheyrnarprufunni.

Áhugasamir sendi póst á hjordis@sinfonia.is og tilgreini nafn, aldur, netfang, símanúmer og námsferil í tónlistarnámi.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 18. september 2013.

Nánari upplýsingar veitir Hjördís í síma 545 2504 eða á netfangið hjordis@sinfonia.is.

Hjördís Ástráðsdóttir
fræðslustjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
hjordis@sinfonia.is
545 2504/898 8934

Nótur fyrir 1. trompet