EN

  • arna_stor

17. maí 2013

Arna Kristín Einarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Arna Kristín Einarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að ráða Örnu Kristínu Einarsdóttur sem framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september næstkomandi. Ráðið er í starfið til fjögurra ára.

Arna Kristín hefur verið tónleikastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2007.  Áður starfaði hún við skipulagningu menningarviðburða hjá Hafnarfjarðarbæ og í Norræna húsinu. Þá hefur hún starfað sem flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi. Arna er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að hafa lokið framhaldsmenntun í þverflautuleik í Bandaríkjunum og Bretlandi .
 
Arna tekur við af Sigurði Nordal sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fjögur ár og lýkur starfstíma hans 1. september nk.