EN

  • arna_stor

2. september 2013

Arna Kristín Einarsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra SÍ

Arna Kristín Einarsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1. september. Hún tekur við af Sigurði Nordal sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár.

Arna Kristín starfaði sem tónleikastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2007. Áður starfaði hún við skipulagningu menningarviðburða hjá Hafnarfjarðarbæ og í Norræna húsinu. Þá starfaði hún sem flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2000-2004 og áður í Bretlandi.

Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að hafa lokið framhaldsmenntun í þverflautuleik í Bandaríkjunum og Bretlandi.