Opið hús á Menningarnótt
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika á Menningarnótt
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika á Menningarnótt í Eldborgarsal Hörpu. Boðið verður upp á barnatónleika kl. 15 með færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns þar sem Gói er í hlutverki sögumanns. Þá verða haldnir síðdegistónleikar kl. 17 með vinsælum klassískum verkum. Einleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.
Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að sækja aðgöngumiða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi.
- Eldri frétt
- Næsta frétt