Áheyrnarprufum fyrir Jólatónleika lokið
Föstudaginn 27. september voru haldnar áheyrnarprufur fyrir Jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tíu ungir trompetleikarar tóku þátt í áheyrnarprufunum og léku fyrsta trompetpart úr verkinu Bugler's Holiday eftir Leroy Anderson. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði og komu mjög vel undirbúnir til leiks. Þeir trompetleikarar sem voru hlutskarpastir og munu leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Jólatónleikum sveitarinnar eru:
Elísa Guðmarsdóttir, 1. trompet
Sóley Björk Einarsdóttir, 2, trompet
Svanhildur Tekla Bryngeirsdóttir, 3. trompet
Elísa og Sóley eru báðar nemendur í Tónskóla Sigursveins en Svanhildur er nemandi í Tónlistarskóla Kópavogs. Allar eru stúlkurnar nemendur Guðmundar Hafsteinssonar trompetleikara.
Dómnefnd áheyrnarprufunnar fyrir Jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2013 skipuðu:
Bernharður Wilkinson, hljómsveitarstjóri
Einar St. Jónsson, trompetleikari
Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri
- Eldri frétt
- Næsta frétt