EN

6. ágúst 2025

Sumarglaðningur fyrir eldri borgara

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður eldri borgurum upp á sumarglaðning með tvennum léttum og skemmtilegum klassískum tónleikum. Tónleikarnir fara fram í Eldborg þriðjudaginn 19. ágúst kl. 12:00 og 14:00. Hljómsveitin flytur klassískar perlur, einleiksverk og aríur en einsöngvari er sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir og hljómsveitarstjóri Bjarni Frímann Bjarnason. Tónleikarnir sem eru um klukkustundarlangir eru án endurgjalds, en allir sem óska eftir að sækja tónleikana þurfa að bóka aðgöngumiða. 

Ákveðinn fjöldi miða er í boði þannig að best er að bóka miða sem fyrst í miðasölu Hörpu eða með því að smella hér fyrir tónleikana sem hefjast kl. 12:00 og  hér fyrir tónleikana kl. 14:00.