EN

6. nóvember 2025

Opin æfing fyrir eldri borgara

Líkt og undanfarin ár býður Sinfóníuhljómsveit Íslands ríflega þúsund eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin verður Vínartónlist og dúettar í flutningi Eyrúnar Unnarsdóttur og Sveins Dúa Hjörleifssonar auk þess sem dansarar stíga á svið. Frá árinu 2012 hefur eldri borgurum reglulega verið boðið á lokaæfingu fyrir tónleikana sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda.

Vínartónleikar Sinfóníunnar fara fram 8. og 9. janúar kl. 19:30 og 10. janúar kl. 16:00 og 19:30.