Nýtt lag með Mugison og Sinfó
Tónleikar í nóvember
Mugison og Sinfóníuhljómsveit Íslands gefa út lagið Til lífsins í ást í tveimur útgáfum bæði í hljóði og mynd. Til lífsins í ást var tekið upp í Eldborg, Hörpu í aðdraganda samstarfsverkefnis Iceland Airwaves 2025, Sinfóníunnar og Mugisons.
Tónlistarmaðurinn Mugsion gefur nú út ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, tvær útgáfur af nýja lagi sínu Til lífsins í ást. Lagið var tekið upp í lifandi flutningi á sviði Eldborgar. Lagið hefur öll þau tilbrigði sem einkennt hafa tónlist listamannsins og útsetning þess með Sinfó sameinar nándina og stórfengleikann í lagasmíðinni.
Áheyrendur fá að njóta tónlistarinnar í tveimur mismunandi túlkunum sem varpa ljósi á ólíkar áferðir og tilfinningalegt landslag og er hvor útgáfan fyrir sig vitnisburður um nýsköpunarhæfni Mugsionar í tónsmíðum og flutningi.
Til viðbótar hefur, á Youtube rás Iceland Airwaves, verið gefið út tónlistarmyndband sem gefur innsýn í þá sjón- og tónlistarupplifun sem boðið verður upp á og gestir fá að upplifa á eigin skinni á tónleikunum í Eldborg í nóvember.
Tónlistarmyndband við Til lífsins í ást er komið á Youtube
Mugison segir: "Svona tækifæri fær maður (ef maður er heppinn) bara einu sinni á lífsleiðinni - að fá að spila með og syngja lögin mín með stærstu hljómsveit íslands. Sannur heiður - ég er gjörsamlega að farast úr spenningi”.
Tónleikarnir Mugison og Sinfó - IA25 Partner Event fara fram í Eldborg, Hörpu dagana 6. og 7. nóvember. Þar munu gestir heyra og sjá endurtúlkun á ferli Mugsionar og öllu því sem hann hefur fært okkur; einstökum hljóðheim, tilfinningum, dýpt og óvæntum beygjum.
Til lífsins í ást sýnir okkur hátíð lífsins og ástarinnar, túlkuð í gegnum einstaka listræna sýn Mugisonar og auðguð af hljóðdýpt Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Algjör skylduhlustun bæði fyrir gamla aðdáendur og nýja hlustendur tónlistar listamannsins.
Hér má hlusta á lagið á Spotify
Flutningur
Mugison & Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason
Útsetning
Þórður Magnússon
- Eldri frétt
- Næsta frétt