Ungir einleikarar 2026
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025
Í ár fer fram keppnin Ungir einleikarar í tuttugasta og fyrsta sinn og heldur áfram þeirri merku hefð að veita ungum tónlistarmönnum tækifæri til að stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025.
Keppnin er ætluð nemendum í hljóðfæraleik og söng, 30 ára og yngri, sem eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa haft búsetu á Íslandi í a.m.k. eitt ár.
Hún fer fram í tveimur umferðum:
-
Í fyrri umferð eru þátttakendur metnir eftir innsendum myndbandsupptökum.
-
Í seinni umferð, sem fer fram í byrjun janúarmánaðar flytja 8–10 keppendur verk fyrir dómnefnd.
Allir umsækjendur eru beðnir um að kynna sér reglur keppninnar vel en rafrænt umsóknarform má finna hér að neðan. Tengiliður keppninnar er verkefnastjóri Tónlistardeildar LHÍ Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir (thelma@lhi.is).
Hægt er að nálgast rafræna umsókn með því að smella hér.